Hvernig hafa liðin staðið sig á leikmannamarkaðnum? Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 27. nóvember 2014 07:00 Fylkismenn kynntu til leiks þá Jóhannes Karl Guðjónsson og Ingimund Níels Óskarsson á blaðamannfundi í Fylkisheimilinu í októberlok. Fylkismenn hafa endurheimt sterka leikmenn í Árbæinn. Fréttablaðið Línurnar eru farnar að skýrast á félagsskiptamarkaðnum í Pepsi-deild karla þótt enn séu meira en fimm mánuðir í fyrsta leik. Íþróttadeild Fréttablaðsins fór yfir hreyfingarnar á íslenska félagsskiptamarkaðnum og lagði mat á frammistöðu stjórnarmanna félaganna tólf. Við skoðuðum hvernig félögunum hefur gengið að ná í góða menn, hvernig þeim hefur gengið að fylla í veikar stöður og hvort þau hafa náð í leikmenn sem hafa áhrif strax. Sum lið hafa einbeitt sér að gæðum frekar en magni en önnur lið hafa farið akkúrat hina leiðina. Mörg liðanna hafa lagt mestu vinnuna í að halda sínum mönnum enda voru samningar margra þeirra að renna út. Sum félög hafa þurft að horfa á eftir sterkum lykilmönnum og nú er aðkallandi að finna réttu mennina til að fylla í þau skörð. Það skal tekið skýrt fram að þetta mat okkar er enginn heilagur sannleikur og að það er nægur tími fyrir félögin til að bæta liðin sín. Íslensku leikmennirnir á markaðnum eru þó flestir búnir að finna sér samastað næsta sumar og það verður að teljast líklegt að mörg félaganna reyni að detta í lukkupottinn á félagsskiptamarkaðnum erlendis. Stjörnumenn hafa fullkomnað þá list að flytja inn frábæra Dani og það eru mörg dæmi um það að réttur erlendur leikmaður getur haft mikil áhrif. Önnur lið hafa ekki verið alveg eins heppin. Hvort erlendir leikmenn streyma inn í deildina á vormánuðum verður að koma í ljós þegar nær dregur.Keflavík: Heima er langbest Keflvíkingar hafa ekki gert sig breiða í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar síðan liðið kastaði frá sér titlinum á haustmánuðum 2008. Varla hefur verið fenginn til liðsins leikmaður sem fær hárin til að rísa, en nú er öldin önnur. Keflvíkingar ætla að gera stóra hluti á næsta ári og hafa fengið tvo syni heim; Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árna Antoníusson. Báðir styrkja liðið verulega og koma með mikla reynslu, sigurhefð frá FH og baráttuanda inn í annars ágætan hóp leikmanna.Einkunn: AFH: Merkjavaran er dýrari FH-ingar eru vanalega nokkuð spakir á leikmannamarkaðnum og kaupa í þær stöður sem liðið þarf að styrkja. Það hafa þeir gert með að fá flotta leikmenn; Þórarin Inga Valdimarsson og Finn Orra Margeirsson. Þórarin keypti FH frá ÍBV og þá hafði liðið betur í baráttunni við KR um Finn Orra. FH-ingar eyddu peningum í þessa menn. Gæðaleikmenn kosta sitt og það getur verið dýrt að vinna, en vanalega borgar sig að kaupa merkjavöruna.Einkunn: A-Fylkir: Hver vegur að heiman er vegurinn heim Fylkismenn hafa ekki komist í Evrópu síðan 2009 og gælt við fallið fyrri hluta síðustu tveggja leiktíða. Eins og Keflvíkingar eru Árbæingar orðnir þreyttir á því að skipta ekki máli og hafa fengið Ásgeir Börk Ásgeirsson og Ingimund Níels Óskarsson heim til viðbótar við Albert Brynjar og Andrés Má sem komu fyrr á árinu. Jóhannes Karl getur svo leikið hlutverk Vals Fannars Gíslasonar í Fylkis-liðinu 2009 sem var það síðasta sem komst í Evrópukeppni.Einkunn: A-Stjarnan: Enga meðaljóna takk Íslandsmeistararnir náðu í eftirsóttasta miðvörðinn í Brynjari Gauta Guðjónssyni til að fylla í skarð Martins Rauschenberg. Þá mun Halldór Orri Björnsson skrifa undir samning bráðlega, en hann skoraði 47 mörk í 106 leikjum fyrir Stjörnuna í efstu deild áður en hann fór í atvinnumennsku. Liðið hefur ekkert misst og þjálfarinn sagði í viðtali í vikunni að hann vildi bara alvöru menn – enga meðaljóna. Þessir tveir eru engir meðaljónar.Einkunn: A-Fjölnir: Meistarastoðsending úr Firðinum Það sem nýliða og lið á öðru ári í efstu deild vantar oft er reynsla og leikmenn sem kunna að vinna. Því kynntist Fjölnir vel þegar liðið kom síðast upp. Nú fékk það glæsilega stoðsendingu úr Hafnafirði, en stoðsendingakóngurinn Ólafur Páll Snorrason er kominn heim. Fyrir utan að vera öflugur leikmaður getur hann leiðbeint liðinu sem aðstoðarþjálfari. Það skal enginn heldur vanmeta Arnór Eyvar Ólafsson. Hvað kom fyrir ÍBV-vörnina þegar hann var meiddur? Einmitt.Einkunn: BKR: Rasmus Winnie? KR-ingar hafa leitað logandi ljósi að miðverði undanfarin ár en gengið illa að finna næstu stjörnu í hjarta varnarinnar. Nú er hún komin. Rasmus Christiansen var besti miðvörður Pepsi-deildarinnar síðast þegar hann spilaði hér á landi. Þetta er leikmaður sem getur breytt liði rétt eins og David Winnie gerði fyrir KR-inga árið 1999. Það vantar þó að fylla í fleiri skörð hjá KR. Vesturbæingar hafa í mörg horn að líta.Einkunn: B-Víkingur: Var þetta ekki fallreynt? Víkingar halda í víking til Evrópu næsta sumar, en ekki með stór nöfn í liðinu sem það reyndi að lokka til sín. Þess í stað hefur Fossvogsliðið brugðið á það ráð að sópa að sér haug af neðrideildaleikmönnum og vonast til að þróa þá. Var ekki lið í Safamýri sem reyndi þetta síðast í ár? Til viðbótar eru svo tveir af bestu leikmönnum liðsins, Aron Elís Þrándarson og Ingvar Þór Kale, horfnir á braut. Á Igor að gera þetta einn?Einkunn: C+Leiknir: Erró þetta nóg? Það er líf í Breiðholtinu þessa dagana. Leiknismenn komnir í efstu deild í fyrsta skipti og Erró málar hús eins og enginn sé morgundagurinn. Leikni hefur lengi vantað góðan framherja og því er mikil ábyrgð sett á herðar Kolbeini Kárasyni. Að fá Halldór Kristin Halldórsson heim í vörnina er skynsamlegt. Strákur sem spilar með hjartanu fyrir sitt félag eins og allir á Gettó-ground. Munurinn er að hann er búinn að safna sér smá reynslu í Pepsi-deildinni og það munar um minna.Einkunn: CBreiðablik: Krúnuskipting í Kópavogi Það er lítið að frétta úr Kópavogi. Fyrirliðinn og kóngurinn á Kópavogsvelli, Finnur Orri Margeirsson, lét þetta gott heita hjá uppeldisfélaginu og hélt í Hafnarfjörðinn. Það er til nóg af leikmönnum eins og Arnþóri Ara Atlasyni í Breiðabliki og Ósvald Jarl styrkir liðið lítið ef Kristinn Jónsson kemur svo heim úr láni. Líklega finnur Arnar Grétarsson einhverja útlendinga til að fylla í skörðin, en hver ætlar að taka við kórónunni af Finni Orra?Einkunn: C-ÍBV: Minning um lið Eyjamenn héldu andliti í fyrra eftir þrjú ár í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en í ár var liðið hársbreidd frá því að falla og er nú búið að missa haug af leikmönnum, meðal annars Þórarin Inga. Það eru erfiðir tímar í Eyjum og menn geta lítið annað en yljað sér yfir minningunni um meistaraliðið sem næstum því varð fyrir nokkrum árum. Hafsteinn Briem heillaði engan hjá Fram í sumar og Benedikt Októ Bjarnason á sex leiki að baki í efstu deild. Þetta er enginn liðsstyrkur.Einkunn: DValur: Halló Hlíðarendi Þó allir knattspyrnuspekingar á Íslandi hafa beðið Valsmenn um að róa sig aðeins á félagaskiptamarkaðnum og ekki skipta um lið á hverju ári þýðir það ekki að menn þurfi að liggja í dvala fram á nýtt ár. Aðeins Baldvin Sturluson er genginn í raðir Valsmanna sem hafa verið uppteknir að skrifa undir nýja samninga. Sem er gott. En það þarf einhverja alvöru karaktera í Valsliðið sem kveikja neistann sem sárlega vantar. Núna er ekkert að frétta. Einkunn: DÍA: Árið er 2015 Fyrsta deildin er búin og árið 2015 er handan við hornið. Það ár spilar ÍA aftur í efstu deild, en Skagamenn eru ekki enn búnir að fá einn einasta leikmann. Akurnesingar vita sjálfir að þeir þurfa að styrkja liðið verulega fyrir átökin næsta sumar. ÍA fær falleinkunn fyrir þessa fyrstu mánuði félagaskiptagluggans. Ekki annað hægt þegar menn mæta ekki einu sinni í prófið.Einkunn: F Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Línurnar eru farnar að skýrast á félagsskiptamarkaðnum í Pepsi-deild karla þótt enn séu meira en fimm mánuðir í fyrsta leik. Íþróttadeild Fréttablaðsins fór yfir hreyfingarnar á íslenska félagsskiptamarkaðnum og lagði mat á frammistöðu stjórnarmanna félaganna tólf. Við skoðuðum hvernig félögunum hefur gengið að ná í góða menn, hvernig þeim hefur gengið að fylla í veikar stöður og hvort þau hafa náð í leikmenn sem hafa áhrif strax. Sum lið hafa einbeitt sér að gæðum frekar en magni en önnur lið hafa farið akkúrat hina leiðina. Mörg liðanna hafa lagt mestu vinnuna í að halda sínum mönnum enda voru samningar margra þeirra að renna út. Sum félög hafa þurft að horfa á eftir sterkum lykilmönnum og nú er aðkallandi að finna réttu mennina til að fylla í þau skörð. Það skal tekið skýrt fram að þetta mat okkar er enginn heilagur sannleikur og að það er nægur tími fyrir félögin til að bæta liðin sín. Íslensku leikmennirnir á markaðnum eru þó flestir búnir að finna sér samastað næsta sumar og það verður að teljast líklegt að mörg félaganna reyni að detta í lukkupottinn á félagsskiptamarkaðnum erlendis. Stjörnumenn hafa fullkomnað þá list að flytja inn frábæra Dani og það eru mörg dæmi um það að réttur erlendur leikmaður getur haft mikil áhrif. Önnur lið hafa ekki verið alveg eins heppin. Hvort erlendir leikmenn streyma inn í deildina á vormánuðum verður að koma í ljós þegar nær dregur.Keflavík: Heima er langbest Keflvíkingar hafa ekki gert sig breiða í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar síðan liðið kastaði frá sér titlinum á haustmánuðum 2008. Varla hefur verið fenginn til liðsins leikmaður sem fær hárin til að rísa, en nú er öldin önnur. Keflvíkingar ætla að gera stóra hluti á næsta ári og hafa fengið tvo syni heim; Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árna Antoníusson. Báðir styrkja liðið verulega og koma með mikla reynslu, sigurhefð frá FH og baráttuanda inn í annars ágætan hóp leikmanna.Einkunn: AFH: Merkjavaran er dýrari FH-ingar eru vanalega nokkuð spakir á leikmannamarkaðnum og kaupa í þær stöður sem liðið þarf að styrkja. Það hafa þeir gert með að fá flotta leikmenn; Þórarin Inga Valdimarsson og Finn Orra Margeirsson. Þórarin keypti FH frá ÍBV og þá hafði liðið betur í baráttunni við KR um Finn Orra. FH-ingar eyddu peningum í þessa menn. Gæðaleikmenn kosta sitt og það getur verið dýrt að vinna, en vanalega borgar sig að kaupa merkjavöruna.Einkunn: A-Fylkir: Hver vegur að heiman er vegurinn heim Fylkismenn hafa ekki komist í Evrópu síðan 2009 og gælt við fallið fyrri hluta síðustu tveggja leiktíða. Eins og Keflvíkingar eru Árbæingar orðnir þreyttir á því að skipta ekki máli og hafa fengið Ásgeir Börk Ásgeirsson og Ingimund Níels Óskarsson heim til viðbótar við Albert Brynjar og Andrés Má sem komu fyrr á árinu. Jóhannes Karl getur svo leikið hlutverk Vals Fannars Gíslasonar í Fylkis-liðinu 2009 sem var það síðasta sem komst í Evrópukeppni.Einkunn: A-Stjarnan: Enga meðaljóna takk Íslandsmeistararnir náðu í eftirsóttasta miðvörðinn í Brynjari Gauta Guðjónssyni til að fylla í skarð Martins Rauschenberg. Þá mun Halldór Orri Björnsson skrifa undir samning bráðlega, en hann skoraði 47 mörk í 106 leikjum fyrir Stjörnuna í efstu deild áður en hann fór í atvinnumennsku. Liðið hefur ekkert misst og þjálfarinn sagði í viðtali í vikunni að hann vildi bara alvöru menn – enga meðaljóna. Þessir tveir eru engir meðaljónar.Einkunn: A-Fjölnir: Meistarastoðsending úr Firðinum Það sem nýliða og lið á öðru ári í efstu deild vantar oft er reynsla og leikmenn sem kunna að vinna. Því kynntist Fjölnir vel þegar liðið kom síðast upp. Nú fékk það glæsilega stoðsendingu úr Hafnafirði, en stoðsendingakóngurinn Ólafur Páll Snorrason er kominn heim. Fyrir utan að vera öflugur leikmaður getur hann leiðbeint liðinu sem aðstoðarþjálfari. Það skal enginn heldur vanmeta Arnór Eyvar Ólafsson. Hvað kom fyrir ÍBV-vörnina þegar hann var meiddur? Einmitt.Einkunn: BKR: Rasmus Winnie? KR-ingar hafa leitað logandi ljósi að miðverði undanfarin ár en gengið illa að finna næstu stjörnu í hjarta varnarinnar. Nú er hún komin. Rasmus Christiansen var besti miðvörður Pepsi-deildarinnar síðast þegar hann spilaði hér á landi. Þetta er leikmaður sem getur breytt liði rétt eins og David Winnie gerði fyrir KR-inga árið 1999. Það vantar þó að fylla í fleiri skörð hjá KR. Vesturbæingar hafa í mörg horn að líta.Einkunn: B-Víkingur: Var þetta ekki fallreynt? Víkingar halda í víking til Evrópu næsta sumar, en ekki með stór nöfn í liðinu sem það reyndi að lokka til sín. Þess í stað hefur Fossvogsliðið brugðið á það ráð að sópa að sér haug af neðrideildaleikmönnum og vonast til að þróa þá. Var ekki lið í Safamýri sem reyndi þetta síðast í ár? Til viðbótar eru svo tveir af bestu leikmönnum liðsins, Aron Elís Þrándarson og Ingvar Þór Kale, horfnir á braut. Á Igor að gera þetta einn?Einkunn: C+Leiknir: Erró þetta nóg? Það er líf í Breiðholtinu þessa dagana. Leiknismenn komnir í efstu deild í fyrsta skipti og Erró málar hús eins og enginn sé morgundagurinn. Leikni hefur lengi vantað góðan framherja og því er mikil ábyrgð sett á herðar Kolbeini Kárasyni. Að fá Halldór Kristin Halldórsson heim í vörnina er skynsamlegt. Strákur sem spilar með hjartanu fyrir sitt félag eins og allir á Gettó-ground. Munurinn er að hann er búinn að safna sér smá reynslu í Pepsi-deildinni og það munar um minna.Einkunn: CBreiðablik: Krúnuskipting í Kópavogi Það er lítið að frétta úr Kópavogi. Fyrirliðinn og kóngurinn á Kópavogsvelli, Finnur Orri Margeirsson, lét þetta gott heita hjá uppeldisfélaginu og hélt í Hafnarfjörðinn. Það er til nóg af leikmönnum eins og Arnþóri Ara Atlasyni í Breiðabliki og Ósvald Jarl styrkir liðið lítið ef Kristinn Jónsson kemur svo heim úr láni. Líklega finnur Arnar Grétarsson einhverja útlendinga til að fylla í skörðin, en hver ætlar að taka við kórónunni af Finni Orra?Einkunn: C-ÍBV: Minning um lið Eyjamenn héldu andliti í fyrra eftir þrjú ár í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en í ár var liðið hársbreidd frá því að falla og er nú búið að missa haug af leikmönnum, meðal annars Þórarin Inga. Það eru erfiðir tímar í Eyjum og menn geta lítið annað en yljað sér yfir minningunni um meistaraliðið sem næstum því varð fyrir nokkrum árum. Hafsteinn Briem heillaði engan hjá Fram í sumar og Benedikt Októ Bjarnason á sex leiki að baki í efstu deild. Þetta er enginn liðsstyrkur.Einkunn: DValur: Halló Hlíðarendi Þó allir knattspyrnuspekingar á Íslandi hafa beðið Valsmenn um að róa sig aðeins á félagaskiptamarkaðnum og ekki skipta um lið á hverju ári þýðir það ekki að menn þurfi að liggja í dvala fram á nýtt ár. Aðeins Baldvin Sturluson er genginn í raðir Valsmanna sem hafa verið uppteknir að skrifa undir nýja samninga. Sem er gott. En það þarf einhverja alvöru karaktera í Valsliðið sem kveikja neistann sem sárlega vantar. Núna er ekkert að frétta. Einkunn: DÍA: Árið er 2015 Fyrsta deildin er búin og árið 2015 er handan við hornið. Það ár spilar ÍA aftur í efstu deild, en Skagamenn eru ekki enn búnir að fá einn einasta leikmann. Akurnesingar vita sjálfir að þeir þurfa að styrkja liðið verulega fyrir átökin næsta sumar. ÍA fær falleinkunn fyrir þessa fyrstu mánuði félagaskiptagluggans. Ekki annað hægt þegar menn mæta ekki einu sinni í prófið.Einkunn: F
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti