Landbúnaðarpólitík í hakki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun