Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Sigurður Loftsson og Baldur Helgi Benjamínsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun