Ert þú að styrkja hernám Ísraelsmanna? Sema Erla Serdar. skrifar 7. ágúst 2014 08:28 Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun