Af hverju? Einar Benediktsson skrifar 10. maí 2014 10:00 Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun