Gjaldeyrishöft og glötuð tækifæri Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun