Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2014 07:00 Virkjað í Kenýa. Erlendir samstarfsaðilar fást ekki til þess að leggja fé í íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma. Af þeim sökum færast verkefni í erlend félög. Nordicphotos/AFP „Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
„Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira