Innlent

Fjörutíu og sjö ráðnir án auglýsinga á kjörtímabilinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á fimmta tug einstaklinga hafa verið ráðnir í ráðuneytin án þess að störfin séu auglýst.
Á fimmta tug einstaklinga hafa verið ráðnir í ráðuneytin án þess að störfin séu auglýst. Vísir / Ernir
Fjörutíu og sjö einstaklingar hafa verið ráðnir án auglýsinga í ráðuneytin á kjörtímabilinu. Af þessum fjörutíu og sjö einstaklingum eru þrjátíu og sex enn starfandi í ráðuneytunum en nítján þeirra eru aðstoðarmenn með ótímabundna ráðningu.

Þetta kemur fram í svörum ráðherranna við fyrirspurnum Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Samkvæmt svörunum hafa flestir ráðningar verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða átta í hvoru ráðuneyti.

Forsætisráðuneytið hefur úr flestum aðstoðarmönnum að spila en fjórir hafa verið ráðnir þangað. Tveir þeirra starfa hinsvegar fyrir ríkisstjórnina í heild, það er fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar og efnahagsráðgjafi hennar. Alls hafa nítján aðstoðarmenn verið ráðnir en nokkrir hafa látið af störfum.

Í svörum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er tveggja aðstoðarmanna ekki getið þrátt fyrir að spurt sé um fjölda aðstoðarmanna sem ráðnir hafa verið. Annar aðstoðarmannanna er í leyfi frá störfum á meðan réttað er yfir honum vegna meints leka á trúnaðargögnum.

Önnur ráðuneyti svöruðu til um fjölda þeirra og því taka þær tölur sem hér er fjallað um mið af þessum tveimur aðstoðarmönnum innanríkisráðherra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×