Innlent

Gera aðra tilraun til að fella á brott undanþágu MS frá samkeppnislögum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þetta er í annað sinn sem Helgi flytur frumvarp þessa efnis á þingi.
Þetta er í annað sinn sem Helgi flytur frumvarp þessa efnis á þingi. Vísir / GVA
Helgi Hjörvar hefur ásamt fimmtán öðrum þingmönnum lagt fram frumvarp á þingi um að fella á brot undanþágur frá samkeppnislögum er varða samráð, samruna og verðtilfærslu í mjólkuriðnaði. Þetta er í annað sinn sem Helgi leggur fram frumvarp af þessum toga.

Mikil umræða hefur verið um undanþáguna í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um að Mjólkursamsalan hafi brotið samkeppnislög. Fyrirtækið var sektað um 370 milljónir króna vegna brotanna sem snérust um sölu á hrámjólk á lægra verði til fyrirtækja tengdum MS en annarra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×