Þau kvöddu á árinu 2024 Atli Ísleifsson skrifar 25. desember 2024 09:01 OJ Simpson, Sven-Göran Eriksson, Maggie Smith, Liam Payne og Shannen Doherty eru í hópi þeirra sem létust á árinu. Vísir Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. Meðal þeirra sem féllu frá á erlendum vettvangi voru einn liðsmanna vinsælustu strákasveitar seinni tíma, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, ein vinsælasta og virtasta leikkona Bretlands, ein frægasta „rödd“ kvikmyndasögunnar og bandarísk viðskiptakona sem átti mikinn þátt í uppgangi vefrisans Google. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug, en samantekt með nokkrum þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem féllu frá á árinu mun svo birtast á næstu dögum. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Birgitta prinsessa af Svíþjóð lést í desember, 87 ára að aldri. Hún var eldri systir Karls Svíakonungs og lést á Mallorca þar sem hún hafði dvalið undanfarin ár. Þegar Birgitta fæddist árið 1937 máttu einungis karlkyns meðlimir sænsku konungsfjölskyldunnar verða erfingjar og því kom hún aldrei til greina sem erfingi krúnunnar á sínum tíma. Birgitta prinsessa var eldri systir Karls Gústafs Svíakonungs.Kungahuset/Charles Hammarsten John Bruton , fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra (Taoiseach) á árunum 1994 til 1997. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í desember, hundrað ára að aldri. Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Jimmy Carter árið 2016.EPA Saulos Chilima , varaforseti Malaví, fórst í þyrluslysi ásamt níu öðrum í maí. Chilima var á sínu öðru kjörtímabili sem varaforseti Malaví og þótti líklegur frambjóðandi fyrir síðustu forsetakosningar sem fóru fram 2022. Birgitta Dahl, sænsk stjórnmálakona, lést í nóvember, 87 ára að aldri. Hún sat á sænska þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokkinn á árunum 1969 til 2002 og var um tíma orkumálaráðherra, umhverfisráðherra og forseti sænska þingins. Írína Farion, fyrrverandi þingkona á úkraínska þinginu, var skotin til bana á götum Lvív-borgar í júlí. Hún barðist fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi og sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Alberto Fujimori , fyrrverandi forseti Perú, lést í september, 86 ára að aldri. Fujimori tók við embætti forseta landsins árið 1990 en hrökklaðist úr embætti árið 2000 og átti síðar eftir að verða sakfelldur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Hage Geingob , forseti Namibíu, lést í febrúar, 82 ára gamall. Hann var forseti landsins árið 2019 þegar sjávarútvegsfyrirtækið Samherji var sakað um að hafa mútað ráðherrum í Namibíu til að fá úthlutuðum kvóta á miðum landsins. Fethullah Gülen , tyrkneskur predikari sem bjó síðustu ár í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, lést í október, 83 ára að aldri. Gülen var mikið í fréttum árið 2016 þegar honum var af Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta kennt um að hafa skipulagt valdaránstilraun í landinu. Valdaránstilraunin mistókst, en Gülen hafnaði því alfarið að hafa staðið að henni. Ethel Kennedy , ekkja Roberts F. Kennedy, lést í október 96 ára að aldri. Eiginmaður Ethel Kennedy, Robert F. Kennedy var skotinn til bana sumarið 1968. Mágur hennar og fyrrverandi Bandaríkjaforseti John F. Kennedy, hlaut sömu örlög fimm árum áður,1963. Eftir fráfall eiginmanns síns helgaði Ethel Kennedy lífi sínu því að ala upp börn sín ellefu og vann í þágu hins opinbera. Joe Lieberman , fyrrverandi öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum og varaforsetaefni forsetaframbjóðandans Al Gore árið 2000, lést í mars, 82 ára að aldri. Liebermann sat í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Connecticut-ríkis í nærri 25 ár, frá 1989 til 2013. Brian Mulroney , fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, lést í febrúar, 84 ára að aldri. Hann var um árabil formaður kanadíska Íhaldsflokksins og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1993. Sayyed Hassan Nasrallah , leiðtogi Hezbollah-samtakanna, féll í árásum Ísraelshers í Beirút í Líbanon í september. Hann var 64 ára. Alexei Navalní , einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin Rússlandsforseta, lést í fangelsi í febrúar. Navalní var 47 ára gamall en hann var sumarið 2022 dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hafði einnig reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en var meinað að gera það. Alexei Navalní lést í fangelsi í febrúar. Hann varð 47 ára.EPA Søren Pape Poulsen , formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra, varð bráðkvaddur í mars, 52 ára að aldri. Pape Poulsen tók við formennsku í Íhaldsflokknum af Lars Barfoed árið 2014 og gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 2016 til 2019. Áður en hann tók sæti á þingi árið 2015 hafði hann gegnt embætti borgarstjóra í Viborg. Sebastian Pinera , fyrrverandi forseti Síle, lést í þyrluslysi í febrúar, 74 ára að aldri. Pinera gegndi forsetaembættinu í tvígang, fyrst árin 2010 til 2014 og síðar árin 2018 til 2022. John Prescott , breski stjórnmálamaður, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra Bretlands um tíu ára skeið, í stjórnartíð Tony Blair. Hann sat á þingi í um fjörutíu ár og hafði þar áður verið virkur innan verkalýðshreyfingarinnar. Ebrahim Raisi , forseti Írans, lést í þyrluslysi í norðurhluta landsins í maí, 63 ára að aldri. Raisi tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani, en áður hafði Raisi starfað sem dómari. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk þess lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Ebrahim Raisi Íransforseti fórst í þyrluslusi í maí.EPA Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands, lést í október, 69 ára að aldri. Salmond leiddi Skoska þjóðarflokkinn (Scottish Nationalist Party) á árunum 1990 til 2000 og aftur á milli 2004 og 2014. Manmohan Singh , fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, lést í desember, 92 ára að aldri. Singh var í hópi þeirra sem hafa gegnt forsætisráðherraembættinu hvað lengst í landinu, en hann stýrði landinu á árunum 2004 til 2014 en áður hafði hann gegnt embætti fjármálaráðherra landsins. Yahya Sinwar , leiðtogi Hamas-samtakanna, féll í árásum Ísraelshers á Gasaströndinni í október. Hann varð 62 ára, Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísrael þann 7. október í fyrra. Hann hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Menning og listir Jim Abrahams , bandarískur leikstjóri sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað og leikstýrt grínmyndum á borð við Airplane! Police Squad! og Naked Gun, lést í nóvember. Hann var áttatíu ára gamall. John Amos , bandarískur leikari, lést í september, 84 ára að aldri. Hann átti langan og farsælan feril sem leikari þar sem hann fór meðal annars með hlutverk hins fullorðna Kunta Kinte í þáttunum Roots og illmennisins Major Grant í Die Hard 2. Janet Andrewartha , áströlsk leikkona sem fór með hlutverk Lyn Scully í sápuóperunni Nágrönnum, lést í júlí, 72 ára að aldri. Lyn Scully var móðir Stephanie, Felicity og Michelle, og var gift Joe, í um tuttugu ár frá árinu 1999. Iris Apfel , bandarísk tískugoðsögn og innanhússhönnuður, lést í mars, 102 ára að aldri. Apfel átti að baki sér glæstan feril í fata-og innanhússhönnun þrátt fyrir að hafa ekki náð frægðum fyrr en á níræðisaldri, þegar sýning á fatasafni hennar var haldin í Metropolitan-safninu í New York árið 2005. John Ashton , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem lögreglumaðurinn John Taggart í Beverly Hills Cop-kvikmyndunum, lést í september. Hann varð 76 ára. Paul Auster , bandarískur rithöfundur, lést í apríl, 77 ára að aldri. Auster öðlaðist miklar vinsældir fyrir New York-þríleik sinn sem hann skrifaði á tíunda áratug síðustu aldar. Troy Beckwith , ástralskur leikari sem fór lengi með hlutverk lék í sjónvarpsþáttunum Nágrönnum, lést í janúar 48 ára að aldri. Hann lék illlmennið Michael „Sicko Micko“ Martin í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum á árunum 1992 til 1998. Barbara Taylor Bradford, enskur metsöluhöfundur, lést í nóvember 91 árs að aldri. Hún skrifaði um fjörutíu metsölubækur, þeirra á meðal Three Weeks in Paris (2002) og To Be the Best (1988), en bækur hennar seldust í rúmlega 90 milljónum eintaka. Susan Buckner , bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir að hafa leikið vinkonuna Patty Simcox í söngleikjamyndinni Grease, lést í maí, 72 ára að aldri. Adan Canto , bandarískur leikari, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í þáttunum The Cleaning Lady og Designated Survivor, lést í janúar. Hann varð 42 ára og lést af völdum krabbameins. Eric Carmen , bandarískur söngvari, lést í mars, 74 ára að aldri. Hann var forsprakki sveitarinnar The Raspberries og átti síðar eftir að njóta vinsælda með lögum á borð við All By Myself, Hungry Eyes og Never Gonna Fall In Love Again. Charlie Colin , bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, lést í maí, 58 ára gamall. Roger Corman , bandarískur leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi, lést í maí 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri. Corman er goðsögn í heimi B-kvikmyndanna, en það eru myndir sem eru ódýrar í framleiðslu, hljóta gjarnan ekki góða dóma og þykja jafnvel ekki listrænt merkilegar. Samantha Davis , breskur góðgerðarfrömuður og leikkona lést í apríl 53 ára að aldri. Hún var eiginkona leikarans Warwick Davis. Alain Delon, franskir stórleikari, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Delon varð frægur á tímum uppreisnar franskrar kvikmyndagerðar á sjöunda áratugnu, meðal annars fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Purple Noon, Women Are Weak, Le Samurai og La Piscine. Paul Di'Anno , bandarískur söngvari og fyrrverandi söngvari Iron Maiden, lést í október, 66 ára að aldri. Di'Anno var liðsmaður í Iron Maiden frá 1978 til 1981. Hann söng á fyrstu tvær plötur hljómsveitarinnar, Iron Maiden og Killers, áður en honum var skipt út fyrir Bruce Dickinson. Shannen Doherty, bandarísk leikkona sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210, lést í júlí, 53 ára að aldri. Doherty greindist með brjóstakrabbamein árið 2015. Hún fór með hlutverk Brendu í þáttunum vinsælu. Shannen Doherty fór með hlutverk Brendu í þáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum.Getty Phil Donahue, bandarískur sjónvarpsmaður, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Sjónvarpsþættir hans, The Phil Donahue Show, sem fóru fyrst í loftið 1967, eru af mörgum taldir vera fyrirmyndir nútímaspjallþátta í sjónvarpa. Shelley Duvall , bandarísk leikkona, léstí júlí, 75 ára að aldri. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum The Shining og Annie Hall. Duane Eddy , bandarískur gítarleikari sem af mörgum er talinn vera einn af upphafsmönnum rokksins, lést í maí, 86 ára að aldri. Duane Eddy, sem var kallaður Konungur twang-sins (e. King of Twang), vann til fjölda Grammy-verðlauna á ferli sínum og átti röð smella á sjötta og sjöunda áratugarins. Joe Egan , skoskur tónlistarmaður, lést í júlí, 77 ára að aldri. Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you. Abdul „Duke“ Fakir , bandarískur söngvari sveitarinnar Four Tops, lést í júlí, 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). Joe Flaherty , bandarískur leikari og handritshöfundur, lést í apríl, 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í sjóvarpsþáttunum Freaks and Geeks og bíómyndunum Back to the Future Part II og Happy Gilmore. Teri Garr, bandarísk leik- og söngkona, lést í október, 79 ára að aldri. Teri var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie og þá lék hún í Young Frankenstein og móður Phoebe í þáttaröðinni Friends. Ian Gelder , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum, lést í maí, 74 ára gamall. Catherine Vernice Glover , bandarískur dansari, betur þekkt sem Cat, lést í september, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli. Louis Gossett Jr. , fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki, lést í mars, 87 ára að aldri. Hann fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem liðþjálfinn Emil Foley í kvikmyndinni An Officer and a Gentleman árið 1982. Françoise Hardy , frönsk tónlistarkona, lést í júní, áttræð að aldri. Hardy sló í gegn árið 1962 með laginu Tous les garcons et les filles. Hún var þó hvað þekktust fyrir lagið Comment te dire adieu og útgáfu sína á lagi Leonard Cohen, Suzanne. Bæði komu út á plötu samnefndri fyrra laginu frá árinu 1968. Bernard Hill , breskur leikari, lést í maí, 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic. Hill fór með hlutverk Þeódens, konungs Rohans, í tveimur seinni kvikmyndunum um Hringadróttinssögu. Þá fór hann með hlutverk Smiths skipstjóra í stórmyndinni um afdrif skipsins Titanic. Cissy Houston , bandarísk söngkona og móðir Whitney Houston, lést í október, 91 árs að aldri. Hún átti farsælan feril sem söngkona og kom meðal annars fram með stórstjörnunum Arethu Franklin og Elvis Presley. Hún vann tvívegis til Grammy-verðlauna á ferli sínum. Olivia Hussey, bresk leikkona, lést í desember 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Tito Jackson , bandarískur tónlistarmaður, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, lést í september, sjötugur að aldri.The Jackson 5 var mynduð í bænum Gary í Indiana árið 1964 og átti smelli á borð við ABC, The Love You Save og I Want You Back. Jesse Jane , bandarísk klámmyndaleikkona sem einna helst er þekkt fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Entourage, lést í janúar. Hún var 43 ára að aldri. Norman Jewison , kanadískur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, lést í janúar, 97 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Moonstruck, In the Heat of the Night og Fiðlaranum á þakinu. Glynis Johns , bresk leikkona, er látin hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði. James Earl Jones, bandarískur leikari, lést í september, 93 ára að aldri. Jones var hvað þekktastur sem röddin á bakvið illmennið Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndunum og fyrir að ljá Mufasa rödd sína í Konungi ljónanna. Quincy Jones , bandarískur tónlistarmaður og framleiðandi, lést í október, 91 árs að aldri. Jones er af flestum talinn einn af risum bandarískrar tónlistar og var meðal annars framleiðandi Thriller, plötu Michael Jackson frá árinu 1985, og átti farsælt samstarf með fleiri tónlistarstjörnum á borð við Frank Sinatra, Arethu Franklin og Ray Charles. Ismail Kadare , albanskur rithöfundur, lést í júlí, 88 ára að aldri. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Toby Keith , bandarískur kántrísöngvari, lést í febrúar, 62 ára að aldri.Á löngum tónlistarferli sínum gaf Keith út fjölda vinsælla laga á borð við Who's Your Daddy og Made in America en alls náði hann 32 lögum á topp Billboard-kántrílistans. Kris Kristofferson, bandarísk kántrístjarna, lést í september, 88 ára að aldri. Kristofferson náði miklum vinsældum á áttunda áratug síðustu aldar með ódauðlegum kántrílögum á borð við Me and Bobby McGee, Help Me Make It Through the Night og Sunday Morning Coming Down. Hann var margverðlaunaður fyrir bæði tónlistina og fékk þrisvar fengið Grammyverðlaun. Jon Landau, bandarískur kvikmyndaframleiðandii og Óskarsverðlaunahafi, lést í júlí, 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Martin Lee , breskur söngvari og einn liðsmanna sveitarinnar Brotherhood of Man, lést í október, 77 ára að aldri. Brotherhood of Man bar sigur úr býtum í Eurovision árið 1976 þegar keppnin fór fram í Haag í Hollandi með lagi sínu Save All Your Kisses for Me. Richard Lewis , bandarískur leikari og grínisti sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, lést í febrúar. Hann var 76 ára gamall. Margir þekkja hann einnig fyrir að hafa túlkað illmennið John prins í myndinni Robin Hood: Men in Tights. Ewen Macintosh , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Keith í bresku grínþáttunum The Office, lést í febrúar. Hann var fimmtíu ára gamall. Mandisa , bandarísk söngkona sem vakti athygli í fimmtu þáttaröð American Idol, lést í apríl, 47 ára að aldri. Mandisa hafnaði í níunda sæti fimmtu þáttaraðarinnar þar sem söngarinn Taylor Hicks stóð uppi sem sigurvegari. Eftir að Idol-ævintýri Mandisu lauk gerði hún garðinn frægan á sviði gospeltónlistar. John Mayall, enskur tónlistarmaður, lést í júlí, níræður að aldri. Hann stofnaði sveitina John Mayall & the Bluesbreakers á sjöunda áratugnum, en hann er talinn einn af fremstu blústónlistarmönnum sögunnar. Chad McQueen , bandarískur leikari sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Karate Kid-myndunum, lést í september. McQueen, sem var sonur stórleikarans Steve McQueen, varð 63 ára gamall. Hann fór með hlutverk Dutch, sem gerði Daniel LaRusso lífið leitt í fyrstu tveimur Karate Kid-myndunum frá 1984 og 1986. Alice Munro , kanadískur smásagnahöfundur og Nóbelsverðlaunahafi, lést í maí, 92 ára að aldri. Rithöfundaferill hennar spannaði meira en sextíu ár. Smásögur áttu hug Munro sem gaf í fyrstu út smásögur í tímaritum, en fyrsta smásagnasafn hennar var gefið út árið 1968. Árið 2013 hlaut hún bókmenntaverðlaun Nóbels. Bob Newhart, bandarískur grínistinn og leikari, lést í júlí, 94 ára að aldri. Hann sló í gegn á áttunda og níunda áratugunum með sjónvarpsþáttaröðunum The Bob Newhart Show og Newhart. Margir þekkja hann einnig fyrir túlkun sína á föður Álfsins í myndinni Álfur, sem skartaði Will Ferrell í aðalhlutverki. Michael Newman , sem þekktur er fyrir hlutverk sitt sem Newman í Baywatch-þáttunum, lést í október, 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006. Newman kom fram í 150 þáttum af Baywatch, en einungis David Hasselhoff kom fram í fleiri þáttum. Lynda Obst, bandarískur kvikmyndaframleiðandi, lést í október, 74 ára að aldri. Hún var framleiðandi kvikmynda á borð við Sleepless in Seattle, Contact, Interstellar og The Fisher King. Hún þykir einn af brauðryðjendum kvenna í kvikmyndageiranum. Liam Payne , breskur söngvari og einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction, lést í Argentínu í október. Hann var 31 árs. Hljómsveitin var sett saman í sjónvarpsþáttunum X-factor árið 2010 og var fljót að öðlast heimsfrægð. Eftir að sveitin leystist upp árið 2015 hóf Payne, líkt og hinir í sveitinni, sólóferil. Ulf Pilgaard , danskur leikari, lést í október, 83 ára að aldri. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi. Maurizio Pollini , ítalskur píanisti, lést í mars, 82 ára að aldri. Hann átti langan og farsælan feril og naut mikillar virðingar annarra tónlistarmanna. Georg Riedel , sænskt tónskáld og djasstónlistarmaður sem þekktastur er fyrir að hafa samið tónlistina í þáttunum og myndunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti, lést í febrúar. Hann varð níræður að aldri. Gena Rowlands, bandarísk leikkona, lést í ágúst, 94 ára að aldri. Hún er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sín í myndunum A Woman Under the Influence, Gloria og The Notebook. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Melanie Safka , bandarísk söngkona sem er betur þekkt sem einungis Melanie, lést í janúar 76 ára að aldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa sungið lögin Brand New Key, What Have They Done to My Song Ma, og Lay Down (Candles in the Rain), sem og ábreiðu á Rolling Stones-slagaranum Ruby Tuesday. Richard Serra , bandarískur listamaður, lést í mars, 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. Shifty Shellshock , söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Crazy Town, lést í júní, 49 ára að aldri. Hljómsveitin Crazy Town er hvað þekktust fyrir lagið Butterfly sem kom út árið 2000. Vladimir Shklyarov , rússneskur ballettdansari, lést í nóvember, 39 ára að aldri. Hann var einn besti ballettdansari heims og starfaði við hið virta Mariinsky-leikhús í Pétursborg. Maggie Smith , bresk leikkona, lést í september, 89 ára að aldri. Hún vann tvívegis til Óskarsverðluna, annars vegar fyrir aðalhlutverk í myndinni The Prime of Miss Jean Brodie frá árinu 1969 og svo fyrir aukahlutverk í myndinni California Suit frá árinu 1978. Smith vakti svo heimsathygli fyrir hlutverk sitt sem Violet Crawley í þáttunum Downton Abbey og hlutverk sitt sem Minerva McGonagall prófessor í kvikmyndunum um Harry Potter á árunum 2001 til 2011. Maggie Smith árið 2015.EPA Donald Sutherland , kanadískur leikari sem frægur var fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen, MASH og The Hunger Games, lést í júní, 88 ára að aldri. Richard Tandy , hljómborðsleikari bresku sveitarinnar Electric Light Orchestra (ELO), lést í maí, 76 ára að aldri.Tandy gekk til liðs við ELO árið 1971 sem bassaleikari, ári eftir að Lynne, Ron Wood og trommarinn Bev Bevan stofnuðu sveitina í Birmingham. Tony Todd , bandarískur leikari, lést í nóvember, 69 ára að aldri. Todd er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Nammimaðurinn í hryllingsmyndunum Candyman. M. Emmet Walsh , bandarískur leikari, lést í mars, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum. Carl Weathers , bandarískur leikari sem þekktastur var fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, lést í febrúar 76 ára að aldri. Fritz Wepper, þýskur leikari, lést í mars, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick. Viðskipti Charles Dolan , bandarískur stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, lést í desember, 98 ára að aldri. Dolan stofnaði HBO árið 1972, sjónvarpsstöð sem byggði á áskriftarmódeli. P.G. Gyllenhammar, sænskur viðskiptamaður, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Hann var forstjóri bílaframleiðandans Volvo á árunum 1970 til 1994. Peter Opsvik, norskur hönnuður, lést á í október, 85 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hönnun sína á Tripp Trapp-stólnum fyrir börn sem hefur lengi vel verið gífurlega vinsæll á Íslandi og víðar. Richard Simmons , bandarískur líkamsræktarfrömuður, lést í júlí, 76 ára að aldri. Simmons er líklega þekktastur fyrir geysivinsæl líkamsræktarmyndbönd sín, sem áttu þátt í að hrinda af stað miklum vinsældum þolfimi í Bandaríkjunum. Þá var hann þáttastjórnandi The Richard Simmons Show, spjallþátta um líkamsrækt. Olav Thon, norskur fasteignamógúll og einn ríkasti maður Noregs, lést í nóvember, 101 árs að aldri. Félag hans, Olav Thon Group, á mörg hundruð fasteigna, og þar af fjölda hótela. Susan Wojcicki , bandarísk lykilkona í uppgangi Google, lést í ágúst, 56 ára að aldri. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Susan Wojcicki var forstjóri YouTube á árunum 2014 til 2023.EPA Íþróttir Al Attles , sem gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum 1975, lést í ágúst, 87 ára að aldri.Attles var hjá Golden State í meira en sex áratugi, sem leikmaður, þjálfari, framkvæmdastjóri og sendiherra. George Baldock , fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, lést í við heimili sitt í Grikklandi í október, 31 árs gamall.. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Baldock átti að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021. Hann spilaði með Panathinaikos í Grikklandi þegar hann lést. Franz Beckenbauer , þýskur fótboltamaður og þjálfari lést í janúar, 78 ára að aldri. Keisarinn, eins og Beckenbauer var oft kallaður, er einn þriggja sem hafa orðið heimsmeistarar sem leikmaður og þjálfari. Beckenbauer lék lengst af með Bayern München og lék 103 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland á árunum 1965-77. Hann vann gull (1974), silfur (1966) og brons (1970) á HM og gull (1972) og silfur (1972) á EM. Andreas Brehme , þýskur fótboltamaður, lést í febrúar, 63 ára gamall.Brehme tryggði Þýskalandi heimsmeistaratitilinn á HM á Ítalíu 1990 þegar hann skoraði eina markið í úrslitaleiknum á móti Argentínu.Brehme spilaði á sínum tíma fyrir lið Bayern München, Internazionale og Kaiserslautern. Geoff Capes, fyrrverandi sterkasti maður heims og goðsögn í aflaunaheiminum, lést í október, 75 ára gamall. Capes er þekktastur hér heima á Íslandi fyrir einvígi sitt við Jón Pál Sigmarsson, þegar Jón Páll var upp á sitt besta. Þeir skiptust um tíma á því að verða sterkasti maður heims en Capes vann þann titil tvisvar sinnum, fyrst 1983 og svo aftur 1985. Christoph Daum , einn fremsti fótboltaþjálfari Þýskalands á sínum tíma, lést í ágúst, sjötíu ára að aldri. Daum gerði Stuttgart að Þýskalandsmeisturum 1992 en Eyjólfur Sverrisson lék þá með liðinu. Þá stýrði hann um tíma Bayer Leverkusen, en hann vann einnig titla í Tyrklandi og Austurríki á ferlinum. Lazar Dukic, serbneskur CrossFit-keppandi, lést á heimsleikunum í Texas í ágúst. Hann drukknaði í sundhluta keppninnar. Hann var 28 ára gamall. Sven-Göran Eriksson , sænskur fótboltaþjálfari, lést í ágúst, 76 ára að aldri, eftir baráttu við ólæknandi krabbamein. Eriksson stýrði á sínum tíma tólf félagsliðum, þar á meðal Manchester City, Leicester, Benfica, Fiorentina, Sampdoria, Roma og Lazio, og vann með þeim 18 titla. Þá stýrði hann enska landsliðinu á árunum 2001-2006 og fór með það í 8-liða úrslit á þremur stórmótum. Alesia Graf , þýsk hnefaleikakona lést í mars, 43 ára að aldri. Hún var í hópi besta hnefaleikafólks heims á sínum tíma og var heimsmeistari hjá WIBF í ofurfluguvigt á árunum 2008 til 2009. Hún var oft kölluð „The Tigress“ upp á ensku. Sophie Hediger, svissnesk snjóbrettakona, lést í snjóflóði í Arosa í Sviss í desember, 26 ára að aldri. Hún átti sæti í landsliði Sviss í snjóbrettafimi og keppti á Vetrarólympíuleikunum í Kína árið 2022 og vann til tvennra verðlauna á heimsmeistaramótinu í snjóbrettafimi síðasta vetur. Kelvin Kiptum , heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi í heimalandinu Kenía, í febrúar. Hann var 24 ára. Kiptumsló heimsmetið í maraþonhlaupi í Chicago á síðasta ári þegar hann hljóp vegalengdina á tveimur klukkustundum og 35 sekúndum. Dikembe Mutombo , kongósk-bandarískur körfuboltamaður, lést í september, 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. Mutombo lék átján tímabil í NBA deildinni á árunum 1991 til 2009 með liðum á borð við Denver Nuggets, Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets og var átta sínum valinn í stjörnulið deildarinnar. Grayson Murray, bandarískur kylfingur, lést í maí aðeins þrjátíu ára gamall. Murray gerðist atvinnumaður 2015 og vann tvö mót á PGA-mótaröðinni, þar á meðal Sony Open í Hawaii í janúar. Johan Neeskens , hollenskur fótboltamaður, lést í október, 73 ára að aldri. Neeskens var miðjumaður og mikilvægur hluti af Ajax og hollenska landsliðinu sem vakti aðdáun um allan heim með „total football“-leikstíl sínum á áttunda áratugnum. Hann lék alls 49 landsleiki fyrir Holland og var í liðunum sem unnu til silfurverðlauna á HM 1974 og 1978. Salvatore Schillaci , ítalskur fótboltamaður og ein af skærustu stjörnum HM í fótbolta 1990, lést í september, 59 ára að aldri. Schillaci lék sextán landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði sjö mörk. Sex þeirra komu á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann varð markakóngur. Craig Shakespeare , fyrrverandi knattspyrnustjóri Craig Shakespeare, lést í ágúst, sextugur að aldri. Shakespeare var aðstoðarmaður Claudios Ranieri hjá Leicester sem varð Englandsmeistari 2016. Eftir að Ranieri var sagt upp hjá Leicester í febrúar 2017 tók Shakespeare við liðinu. Bill Walton , bandarísk körfuboltagoðsögn, lést í maí, 71 árs að aldri. Walton varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977 þegar hann spilaði með Portland Trail Blazers. Jerry West , bandarísk körfuboltagoðsögn, lést í júní, 86 ára að aldri. Á ferlinum bæði spilaði hann og þjálfaði Los Angeles Lakers, auk þess að gegna starfi framkvæmdastjóra félagsins um árabil. Ron Yeats , enskur fótboltamaður sem spilaði um árabil með Liverpool, lést í ágúst, 86 ára að aldri. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Laugardalsvelli árið 1964.Hann spilaði 358 leiki fyrir Liverpool þann áratug sem hann var á mála hjá félaginu. Mário Zagallo , brasilískur fótboltamaður og þjálfari, lést í janúar, 92 ára gamall. Hann hampaði fjórum heimsmeistaratitlum sem leikmaður og síðar þjálfari Brasilíu. Annað Peter Higgs , breskur Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði, lést í apríl, 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“. Morgan Spurlock sem vakti heimsathygli með heimildarmynd sinni Super Size Me árið 2004 lést í maí 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Spurlock borðaði aðeins McDonald's hamborgaramáltíðir í einn mánuð og lýsti viðbrögðum líkamans við því. OJ Simpson , bandarískur fótboltamaður, leikari og dæmdur glæpamaður, lést í apríl, 76 ára gamall. Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Hann var árið 1994 ákærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni og vin hennar, en sýknaður. Hann var síðar dæmdur í einkamáli sem höfðað var, en síðar hlaut hann 33 ára dóm vegna vopnaðs ráns. Jocelyn Wildenstein , fyrrverandi milljarðamæringur þekkt sem „kattarkonan“, lést í desember, 84 ára að aldri. Wildenstein hlaut viðurnefnið „kattarkonan (e. Catwoman)“ vegna einkennandi útlits sökum fjölda lýtaaðgerða á andliti sem hún fór í til að líkjast ketti. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Fréttir ársins 2024 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2023 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2023 08:01 Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Meðal þeirra sem féllu frá á erlendum vettvangi voru einn liðsmanna vinsælustu strákasveitar seinni tíma, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, ein vinsælasta og virtasta leikkona Bretlands, ein frægasta „rödd“ kvikmyndasögunnar og bandarísk viðskiptakona sem átti mikinn þátt í uppgangi vefrisans Google. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug, en samantekt með nokkrum þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem féllu frá á árinu mun svo birtast á næstu dögum. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Birgitta prinsessa af Svíþjóð lést í desember, 87 ára að aldri. Hún var eldri systir Karls Svíakonungs og lést á Mallorca þar sem hún hafði dvalið undanfarin ár. Þegar Birgitta fæddist árið 1937 máttu einungis karlkyns meðlimir sænsku konungsfjölskyldunnar verða erfingjar og því kom hún aldrei til greina sem erfingi krúnunnar á sínum tíma. Birgitta prinsessa var eldri systir Karls Gústafs Svíakonungs.Kungahuset/Charles Hammarsten John Bruton , fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra (Taoiseach) á árunum 1994 til 1997. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í desember, hundrað ára að aldri. Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Jimmy Carter árið 2016.EPA Saulos Chilima , varaforseti Malaví, fórst í þyrluslysi ásamt níu öðrum í maí. Chilima var á sínu öðru kjörtímabili sem varaforseti Malaví og þótti líklegur frambjóðandi fyrir síðustu forsetakosningar sem fóru fram 2022. Birgitta Dahl, sænsk stjórnmálakona, lést í nóvember, 87 ára að aldri. Hún sat á sænska þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokkinn á árunum 1969 til 2002 og var um tíma orkumálaráðherra, umhverfisráðherra og forseti sænska þingins. Írína Farion, fyrrverandi þingkona á úkraínska þinginu, var skotin til bana á götum Lvív-borgar í júlí. Hún barðist fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi og sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Alberto Fujimori , fyrrverandi forseti Perú, lést í september, 86 ára að aldri. Fujimori tók við embætti forseta landsins árið 1990 en hrökklaðist úr embætti árið 2000 og átti síðar eftir að verða sakfelldur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Hage Geingob , forseti Namibíu, lést í febrúar, 82 ára gamall. Hann var forseti landsins árið 2019 þegar sjávarútvegsfyrirtækið Samherji var sakað um að hafa mútað ráðherrum í Namibíu til að fá úthlutuðum kvóta á miðum landsins. Fethullah Gülen , tyrkneskur predikari sem bjó síðustu ár í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, lést í október, 83 ára að aldri. Gülen var mikið í fréttum árið 2016 þegar honum var af Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta kennt um að hafa skipulagt valdaránstilraun í landinu. Valdaránstilraunin mistókst, en Gülen hafnaði því alfarið að hafa staðið að henni. Ethel Kennedy , ekkja Roberts F. Kennedy, lést í október 96 ára að aldri. Eiginmaður Ethel Kennedy, Robert F. Kennedy var skotinn til bana sumarið 1968. Mágur hennar og fyrrverandi Bandaríkjaforseti John F. Kennedy, hlaut sömu örlög fimm árum áður,1963. Eftir fráfall eiginmanns síns helgaði Ethel Kennedy lífi sínu því að ala upp börn sín ellefu og vann í þágu hins opinbera. Joe Lieberman , fyrrverandi öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum og varaforsetaefni forsetaframbjóðandans Al Gore árið 2000, lést í mars, 82 ára að aldri. Liebermann sat í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Connecticut-ríkis í nærri 25 ár, frá 1989 til 2013. Brian Mulroney , fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, lést í febrúar, 84 ára að aldri. Hann var um árabil formaður kanadíska Íhaldsflokksins og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1993. Sayyed Hassan Nasrallah , leiðtogi Hezbollah-samtakanna, féll í árásum Ísraelshers í Beirút í Líbanon í september. Hann var 64 ára. Alexei Navalní , einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin Rússlandsforseta, lést í fangelsi í febrúar. Navalní var 47 ára gamall en hann var sumarið 2022 dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hafði einnig reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en var meinað að gera það. Alexei Navalní lést í fangelsi í febrúar. Hann varð 47 ára.EPA Søren Pape Poulsen , formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra, varð bráðkvaddur í mars, 52 ára að aldri. Pape Poulsen tók við formennsku í Íhaldsflokknum af Lars Barfoed árið 2014 og gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 2016 til 2019. Áður en hann tók sæti á þingi árið 2015 hafði hann gegnt embætti borgarstjóra í Viborg. Sebastian Pinera , fyrrverandi forseti Síle, lést í þyrluslysi í febrúar, 74 ára að aldri. Pinera gegndi forsetaembættinu í tvígang, fyrst árin 2010 til 2014 og síðar árin 2018 til 2022. John Prescott , breski stjórnmálamaður, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra Bretlands um tíu ára skeið, í stjórnartíð Tony Blair. Hann sat á þingi í um fjörutíu ár og hafði þar áður verið virkur innan verkalýðshreyfingarinnar. Ebrahim Raisi , forseti Írans, lést í þyrluslysi í norðurhluta landsins í maí, 63 ára að aldri. Raisi tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani, en áður hafði Raisi starfað sem dómari. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk þess lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Ebrahim Raisi Íransforseti fórst í þyrluslusi í maí.EPA Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands, lést í október, 69 ára að aldri. Salmond leiddi Skoska þjóðarflokkinn (Scottish Nationalist Party) á árunum 1990 til 2000 og aftur á milli 2004 og 2014. Manmohan Singh , fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, lést í desember, 92 ára að aldri. Singh var í hópi þeirra sem hafa gegnt forsætisráðherraembættinu hvað lengst í landinu, en hann stýrði landinu á árunum 2004 til 2014 en áður hafði hann gegnt embætti fjármálaráðherra landsins. Yahya Sinwar , leiðtogi Hamas-samtakanna, féll í árásum Ísraelshers á Gasaströndinni í október. Hann varð 62 ára, Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísrael þann 7. október í fyrra. Hann hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Menning og listir Jim Abrahams , bandarískur leikstjóri sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað og leikstýrt grínmyndum á borð við Airplane! Police Squad! og Naked Gun, lést í nóvember. Hann var áttatíu ára gamall. John Amos , bandarískur leikari, lést í september, 84 ára að aldri. Hann átti langan og farsælan feril sem leikari þar sem hann fór meðal annars með hlutverk hins fullorðna Kunta Kinte í þáttunum Roots og illmennisins Major Grant í Die Hard 2. Janet Andrewartha , áströlsk leikkona sem fór með hlutverk Lyn Scully í sápuóperunni Nágrönnum, lést í júlí, 72 ára að aldri. Lyn Scully var móðir Stephanie, Felicity og Michelle, og var gift Joe, í um tuttugu ár frá árinu 1999. Iris Apfel , bandarísk tískugoðsögn og innanhússhönnuður, lést í mars, 102 ára að aldri. Apfel átti að baki sér glæstan feril í fata-og innanhússhönnun þrátt fyrir að hafa ekki náð frægðum fyrr en á níræðisaldri, þegar sýning á fatasafni hennar var haldin í Metropolitan-safninu í New York árið 2005. John Ashton , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem lögreglumaðurinn John Taggart í Beverly Hills Cop-kvikmyndunum, lést í september. Hann varð 76 ára. Paul Auster , bandarískur rithöfundur, lést í apríl, 77 ára að aldri. Auster öðlaðist miklar vinsældir fyrir New York-þríleik sinn sem hann skrifaði á tíunda áratug síðustu aldar. Troy Beckwith , ástralskur leikari sem fór lengi með hlutverk lék í sjónvarpsþáttunum Nágrönnum, lést í janúar 48 ára að aldri. Hann lék illlmennið Michael „Sicko Micko“ Martin í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum á árunum 1992 til 1998. Barbara Taylor Bradford, enskur metsöluhöfundur, lést í nóvember 91 árs að aldri. Hún skrifaði um fjörutíu metsölubækur, þeirra á meðal Three Weeks in Paris (2002) og To Be the Best (1988), en bækur hennar seldust í rúmlega 90 milljónum eintaka. Susan Buckner , bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir að hafa leikið vinkonuna Patty Simcox í söngleikjamyndinni Grease, lést í maí, 72 ára að aldri. Adan Canto , bandarískur leikari, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í þáttunum The Cleaning Lady og Designated Survivor, lést í janúar. Hann varð 42 ára og lést af völdum krabbameins. Eric Carmen , bandarískur söngvari, lést í mars, 74 ára að aldri. Hann var forsprakki sveitarinnar The Raspberries og átti síðar eftir að njóta vinsælda með lögum á borð við All By Myself, Hungry Eyes og Never Gonna Fall In Love Again. Charlie Colin , bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, lést í maí, 58 ára gamall. Roger Corman , bandarískur leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi, lést í maí 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri. Corman er goðsögn í heimi B-kvikmyndanna, en það eru myndir sem eru ódýrar í framleiðslu, hljóta gjarnan ekki góða dóma og þykja jafnvel ekki listrænt merkilegar. Samantha Davis , breskur góðgerðarfrömuður og leikkona lést í apríl 53 ára að aldri. Hún var eiginkona leikarans Warwick Davis. Alain Delon, franskir stórleikari, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Delon varð frægur á tímum uppreisnar franskrar kvikmyndagerðar á sjöunda áratugnu, meðal annars fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Purple Noon, Women Are Weak, Le Samurai og La Piscine. Paul Di'Anno , bandarískur söngvari og fyrrverandi söngvari Iron Maiden, lést í október, 66 ára að aldri. Di'Anno var liðsmaður í Iron Maiden frá 1978 til 1981. Hann söng á fyrstu tvær plötur hljómsveitarinnar, Iron Maiden og Killers, áður en honum var skipt út fyrir Bruce Dickinson. Shannen Doherty, bandarísk leikkona sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210, lést í júlí, 53 ára að aldri. Doherty greindist með brjóstakrabbamein árið 2015. Hún fór með hlutverk Brendu í þáttunum vinsælu. Shannen Doherty fór með hlutverk Brendu í þáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum.Getty Phil Donahue, bandarískur sjónvarpsmaður, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Sjónvarpsþættir hans, The Phil Donahue Show, sem fóru fyrst í loftið 1967, eru af mörgum taldir vera fyrirmyndir nútímaspjallþátta í sjónvarpa. Shelley Duvall , bandarísk leikkona, léstí júlí, 75 ára að aldri. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum The Shining og Annie Hall. Duane Eddy , bandarískur gítarleikari sem af mörgum er talinn vera einn af upphafsmönnum rokksins, lést í maí, 86 ára að aldri. Duane Eddy, sem var kallaður Konungur twang-sins (e. King of Twang), vann til fjölda Grammy-verðlauna á ferli sínum og átti röð smella á sjötta og sjöunda áratugarins. Joe Egan , skoskur tónlistarmaður, lést í júlí, 77 ára að aldri. Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you. Abdul „Duke“ Fakir , bandarískur söngvari sveitarinnar Four Tops, lést í júlí, 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). Joe Flaherty , bandarískur leikari og handritshöfundur, lést í apríl, 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í sjóvarpsþáttunum Freaks and Geeks og bíómyndunum Back to the Future Part II og Happy Gilmore. Teri Garr, bandarísk leik- og söngkona, lést í október, 79 ára að aldri. Teri var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie og þá lék hún í Young Frankenstein og móður Phoebe í þáttaröðinni Friends. Ian Gelder , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum, lést í maí, 74 ára gamall. Catherine Vernice Glover , bandarískur dansari, betur þekkt sem Cat, lést í september, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli. Louis Gossett Jr. , fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki, lést í mars, 87 ára að aldri. Hann fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem liðþjálfinn Emil Foley í kvikmyndinni An Officer and a Gentleman árið 1982. Françoise Hardy , frönsk tónlistarkona, lést í júní, áttræð að aldri. Hardy sló í gegn árið 1962 með laginu Tous les garcons et les filles. Hún var þó hvað þekktust fyrir lagið Comment te dire adieu og útgáfu sína á lagi Leonard Cohen, Suzanne. Bæði komu út á plötu samnefndri fyrra laginu frá árinu 1968. Bernard Hill , breskur leikari, lést í maí, 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic. Hill fór með hlutverk Þeódens, konungs Rohans, í tveimur seinni kvikmyndunum um Hringadróttinssögu. Þá fór hann með hlutverk Smiths skipstjóra í stórmyndinni um afdrif skipsins Titanic. Cissy Houston , bandarísk söngkona og móðir Whitney Houston, lést í október, 91 árs að aldri. Hún átti farsælan feril sem söngkona og kom meðal annars fram með stórstjörnunum Arethu Franklin og Elvis Presley. Hún vann tvívegis til Grammy-verðlauna á ferli sínum. Olivia Hussey, bresk leikkona, lést í desember 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Tito Jackson , bandarískur tónlistarmaður, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, lést í september, sjötugur að aldri.The Jackson 5 var mynduð í bænum Gary í Indiana árið 1964 og átti smelli á borð við ABC, The Love You Save og I Want You Back. Jesse Jane , bandarísk klámmyndaleikkona sem einna helst er þekkt fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Entourage, lést í janúar. Hún var 43 ára að aldri. Norman Jewison , kanadískur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, lést í janúar, 97 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Moonstruck, In the Heat of the Night og Fiðlaranum á þakinu. Glynis Johns , bresk leikkona, er látin hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði. James Earl Jones, bandarískur leikari, lést í september, 93 ára að aldri. Jones var hvað þekktastur sem röddin á bakvið illmennið Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndunum og fyrir að ljá Mufasa rödd sína í Konungi ljónanna. Quincy Jones , bandarískur tónlistarmaður og framleiðandi, lést í október, 91 árs að aldri. Jones er af flestum talinn einn af risum bandarískrar tónlistar og var meðal annars framleiðandi Thriller, plötu Michael Jackson frá árinu 1985, og átti farsælt samstarf með fleiri tónlistarstjörnum á borð við Frank Sinatra, Arethu Franklin og Ray Charles. Ismail Kadare , albanskur rithöfundur, lést í júlí, 88 ára að aldri. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Toby Keith , bandarískur kántrísöngvari, lést í febrúar, 62 ára að aldri.Á löngum tónlistarferli sínum gaf Keith út fjölda vinsælla laga á borð við Who's Your Daddy og Made in America en alls náði hann 32 lögum á topp Billboard-kántrílistans. Kris Kristofferson, bandarísk kántrístjarna, lést í september, 88 ára að aldri. Kristofferson náði miklum vinsældum á áttunda áratug síðustu aldar með ódauðlegum kántrílögum á borð við Me and Bobby McGee, Help Me Make It Through the Night og Sunday Morning Coming Down. Hann var margverðlaunaður fyrir bæði tónlistina og fékk þrisvar fengið Grammyverðlaun. Jon Landau, bandarískur kvikmyndaframleiðandii og Óskarsverðlaunahafi, lést í júlí, 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Martin Lee , breskur söngvari og einn liðsmanna sveitarinnar Brotherhood of Man, lést í október, 77 ára að aldri. Brotherhood of Man bar sigur úr býtum í Eurovision árið 1976 þegar keppnin fór fram í Haag í Hollandi með lagi sínu Save All Your Kisses for Me. Richard Lewis , bandarískur leikari og grínisti sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, lést í febrúar. Hann var 76 ára gamall. Margir þekkja hann einnig fyrir að hafa túlkað illmennið John prins í myndinni Robin Hood: Men in Tights. Ewen Macintosh , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Keith í bresku grínþáttunum The Office, lést í febrúar. Hann var fimmtíu ára gamall. Mandisa , bandarísk söngkona sem vakti athygli í fimmtu þáttaröð American Idol, lést í apríl, 47 ára að aldri. Mandisa hafnaði í níunda sæti fimmtu þáttaraðarinnar þar sem söngarinn Taylor Hicks stóð uppi sem sigurvegari. Eftir að Idol-ævintýri Mandisu lauk gerði hún garðinn frægan á sviði gospeltónlistar. John Mayall, enskur tónlistarmaður, lést í júlí, níræður að aldri. Hann stofnaði sveitina John Mayall & the Bluesbreakers á sjöunda áratugnum, en hann er talinn einn af fremstu blústónlistarmönnum sögunnar. Chad McQueen , bandarískur leikari sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Karate Kid-myndunum, lést í september. McQueen, sem var sonur stórleikarans Steve McQueen, varð 63 ára gamall. Hann fór með hlutverk Dutch, sem gerði Daniel LaRusso lífið leitt í fyrstu tveimur Karate Kid-myndunum frá 1984 og 1986. Alice Munro , kanadískur smásagnahöfundur og Nóbelsverðlaunahafi, lést í maí, 92 ára að aldri. Rithöfundaferill hennar spannaði meira en sextíu ár. Smásögur áttu hug Munro sem gaf í fyrstu út smásögur í tímaritum, en fyrsta smásagnasafn hennar var gefið út árið 1968. Árið 2013 hlaut hún bókmenntaverðlaun Nóbels. Bob Newhart, bandarískur grínistinn og leikari, lést í júlí, 94 ára að aldri. Hann sló í gegn á áttunda og níunda áratugunum með sjónvarpsþáttaröðunum The Bob Newhart Show og Newhart. Margir þekkja hann einnig fyrir túlkun sína á föður Álfsins í myndinni Álfur, sem skartaði Will Ferrell í aðalhlutverki. Michael Newman , sem þekktur er fyrir hlutverk sitt sem Newman í Baywatch-þáttunum, lést í október, 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006. Newman kom fram í 150 þáttum af Baywatch, en einungis David Hasselhoff kom fram í fleiri þáttum. Lynda Obst, bandarískur kvikmyndaframleiðandi, lést í október, 74 ára að aldri. Hún var framleiðandi kvikmynda á borð við Sleepless in Seattle, Contact, Interstellar og The Fisher King. Hún þykir einn af brauðryðjendum kvenna í kvikmyndageiranum. Liam Payne , breskur söngvari og einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction, lést í Argentínu í október. Hann var 31 árs. Hljómsveitin var sett saman í sjónvarpsþáttunum X-factor árið 2010 og var fljót að öðlast heimsfrægð. Eftir að sveitin leystist upp árið 2015 hóf Payne, líkt og hinir í sveitinni, sólóferil. Ulf Pilgaard , danskur leikari, lést í október, 83 ára að aldri. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi. Maurizio Pollini , ítalskur píanisti, lést í mars, 82 ára að aldri. Hann átti langan og farsælan feril og naut mikillar virðingar annarra tónlistarmanna. Georg Riedel , sænskt tónskáld og djasstónlistarmaður sem þekktastur er fyrir að hafa samið tónlistina í þáttunum og myndunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti, lést í febrúar. Hann varð níræður að aldri. Gena Rowlands, bandarísk leikkona, lést í ágúst, 94 ára að aldri. Hún er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sín í myndunum A Woman Under the Influence, Gloria og The Notebook. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Melanie Safka , bandarísk söngkona sem er betur þekkt sem einungis Melanie, lést í janúar 76 ára að aldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa sungið lögin Brand New Key, What Have They Done to My Song Ma, og Lay Down (Candles in the Rain), sem og ábreiðu á Rolling Stones-slagaranum Ruby Tuesday. Richard Serra , bandarískur listamaður, lést í mars, 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. Shifty Shellshock , söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Crazy Town, lést í júní, 49 ára að aldri. Hljómsveitin Crazy Town er hvað þekktust fyrir lagið Butterfly sem kom út árið 2000. Vladimir Shklyarov , rússneskur ballettdansari, lést í nóvember, 39 ára að aldri. Hann var einn besti ballettdansari heims og starfaði við hið virta Mariinsky-leikhús í Pétursborg. Maggie Smith , bresk leikkona, lést í september, 89 ára að aldri. Hún vann tvívegis til Óskarsverðluna, annars vegar fyrir aðalhlutverk í myndinni The Prime of Miss Jean Brodie frá árinu 1969 og svo fyrir aukahlutverk í myndinni California Suit frá árinu 1978. Smith vakti svo heimsathygli fyrir hlutverk sitt sem Violet Crawley í þáttunum Downton Abbey og hlutverk sitt sem Minerva McGonagall prófessor í kvikmyndunum um Harry Potter á árunum 2001 til 2011. Maggie Smith árið 2015.EPA Donald Sutherland , kanadískur leikari sem frægur var fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen, MASH og The Hunger Games, lést í júní, 88 ára að aldri. Richard Tandy , hljómborðsleikari bresku sveitarinnar Electric Light Orchestra (ELO), lést í maí, 76 ára að aldri.Tandy gekk til liðs við ELO árið 1971 sem bassaleikari, ári eftir að Lynne, Ron Wood og trommarinn Bev Bevan stofnuðu sveitina í Birmingham. Tony Todd , bandarískur leikari, lést í nóvember, 69 ára að aldri. Todd er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Nammimaðurinn í hryllingsmyndunum Candyman. M. Emmet Walsh , bandarískur leikari, lést í mars, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum. Carl Weathers , bandarískur leikari sem þekktastur var fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, lést í febrúar 76 ára að aldri. Fritz Wepper, þýskur leikari, lést í mars, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick. Viðskipti Charles Dolan , bandarískur stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, lést í desember, 98 ára að aldri. Dolan stofnaði HBO árið 1972, sjónvarpsstöð sem byggði á áskriftarmódeli. P.G. Gyllenhammar, sænskur viðskiptamaður, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Hann var forstjóri bílaframleiðandans Volvo á árunum 1970 til 1994. Peter Opsvik, norskur hönnuður, lést á í október, 85 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hönnun sína á Tripp Trapp-stólnum fyrir börn sem hefur lengi vel verið gífurlega vinsæll á Íslandi og víðar. Richard Simmons , bandarískur líkamsræktarfrömuður, lést í júlí, 76 ára að aldri. Simmons er líklega þekktastur fyrir geysivinsæl líkamsræktarmyndbönd sín, sem áttu þátt í að hrinda af stað miklum vinsældum þolfimi í Bandaríkjunum. Þá var hann þáttastjórnandi The Richard Simmons Show, spjallþátta um líkamsrækt. Olav Thon, norskur fasteignamógúll og einn ríkasti maður Noregs, lést í nóvember, 101 árs að aldri. Félag hans, Olav Thon Group, á mörg hundruð fasteigna, og þar af fjölda hótela. Susan Wojcicki , bandarísk lykilkona í uppgangi Google, lést í ágúst, 56 ára að aldri. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Susan Wojcicki var forstjóri YouTube á árunum 2014 til 2023.EPA Íþróttir Al Attles , sem gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum 1975, lést í ágúst, 87 ára að aldri.Attles var hjá Golden State í meira en sex áratugi, sem leikmaður, þjálfari, framkvæmdastjóri og sendiherra. George Baldock , fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, lést í við heimili sitt í Grikklandi í október, 31 árs gamall.. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Baldock átti að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021. Hann spilaði með Panathinaikos í Grikklandi þegar hann lést. Franz Beckenbauer , þýskur fótboltamaður og þjálfari lést í janúar, 78 ára að aldri. Keisarinn, eins og Beckenbauer var oft kallaður, er einn þriggja sem hafa orðið heimsmeistarar sem leikmaður og þjálfari. Beckenbauer lék lengst af með Bayern München og lék 103 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland á árunum 1965-77. Hann vann gull (1974), silfur (1966) og brons (1970) á HM og gull (1972) og silfur (1972) á EM. Andreas Brehme , þýskur fótboltamaður, lést í febrúar, 63 ára gamall.Brehme tryggði Þýskalandi heimsmeistaratitilinn á HM á Ítalíu 1990 þegar hann skoraði eina markið í úrslitaleiknum á móti Argentínu.Brehme spilaði á sínum tíma fyrir lið Bayern München, Internazionale og Kaiserslautern. Geoff Capes, fyrrverandi sterkasti maður heims og goðsögn í aflaunaheiminum, lést í október, 75 ára gamall. Capes er þekktastur hér heima á Íslandi fyrir einvígi sitt við Jón Pál Sigmarsson, þegar Jón Páll var upp á sitt besta. Þeir skiptust um tíma á því að verða sterkasti maður heims en Capes vann þann titil tvisvar sinnum, fyrst 1983 og svo aftur 1985. Christoph Daum , einn fremsti fótboltaþjálfari Þýskalands á sínum tíma, lést í ágúst, sjötíu ára að aldri. Daum gerði Stuttgart að Þýskalandsmeisturum 1992 en Eyjólfur Sverrisson lék þá með liðinu. Þá stýrði hann um tíma Bayer Leverkusen, en hann vann einnig titla í Tyrklandi og Austurríki á ferlinum. Lazar Dukic, serbneskur CrossFit-keppandi, lést á heimsleikunum í Texas í ágúst. Hann drukknaði í sundhluta keppninnar. Hann var 28 ára gamall. Sven-Göran Eriksson , sænskur fótboltaþjálfari, lést í ágúst, 76 ára að aldri, eftir baráttu við ólæknandi krabbamein. Eriksson stýrði á sínum tíma tólf félagsliðum, þar á meðal Manchester City, Leicester, Benfica, Fiorentina, Sampdoria, Roma og Lazio, og vann með þeim 18 titla. Þá stýrði hann enska landsliðinu á árunum 2001-2006 og fór með það í 8-liða úrslit á þremur stórmótum. Alesia Graf , þýsk hnefaleikakona lést í mars, 43 ára að aldri. Hún var í hópi besta hnefaleikafólks heims á sínum tíma og var heimsmeistari hjá WIBF í ofurfluguvigt á árunum 2008 til 2009. Hún var oft kölluð „The Tigress“ upp á ensku. Sophie Hediger, svissnesk snjóbrettakona, lést í snjóflóði í Arosa í Sviss í desember, 26 ára að aldri. Hún átti sæti í landsliði Sviss í snjóbrettafimi og keppti á Vetrarólympíuleikunum í Kína árið 2022 og vann til tvennra verðlauna á heimsmeistaramótinu í snjóbrettafimi síðasta vetur. Kelvin Kiptum , heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi í heimalandinu Kenía, í febrúar. Hann var 24 ára. Kiptumsló heimsmetið í maraþonhlaupi í Chicago á síðasta ári þegar hann hljóp vegalengdina á tveimur klukkustundum og 35 sekúndum. Dikembe Mutombo , kongósk-bandarískur körfuboltamaður, lést í september, 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. Mutombo lék átján tímabil í NBA deildinni á árunum 1991 til 2009 með liðum á borð við Denver Nuggets, Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets og var átta sínum valinn í stjörnulið deildarinnar. Grayson Murray, bandarískur kylfingur, lést í maí aðeins þrjátíu ára gamall. Murray gerðist atvinnumaður 2015 og vann tvö mót á PGA-mótaröðinni, þar á meðal Sony Open í Hawaii í janúar. Johan Neeskens , hollenskur fótboltamaður, lést í október, 73 ára að aldri. Neeskens var miðjumaður og mikilvægur hluti af Ajax og hollenska landsliðinu sem vakti aðdáun um allan heim með „total football“-leikstíl sínum á áttunda áratugnum. Hann lék alls 49 landsleiki fyrir Holland og var í liðunum sem unnu til silfurverðlauna á HM 1974 og 1978. Salvatore Schillaci , ítalskur fótboltamaður og ein af skærustu stjörnum HM í fótbolta 1990, lést í september, 59 ára að aldri. Schillaci lék sextán landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði sjö mörk. Sex þeirra komu á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann varð markakóngur. Craig Shakespeare , fyrrverandi knattspyrnustjóri Craig Shakespeare, lést í ágúst, sextugur að aldri. Shakespeare var aðstoðarmaður Claudios Ranieri hjá Leicester sem varð Englandsmeistari 2016. Eftir að Ranieri var sagt upp hjá Leicester í febrúar 2017 tók Shakespeare við liðinu. Bill Walton , bandarísk körfuboltagoðsögn, lést í maí, 71 árs að aldri. Walton varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977 þegar hann spilaði með Portland Trail Blazers. Jerry West , bandarísk körfuboltagoðsögn, lést í júní, 86 ára að aldri. Á ferlinum bæði spilaði hann og þjálfaði Los Angeles Lakers, auk þess að gegna starfi framkvæmdastjóra félagsins um árabil. Ron Yeats , enskur fótboltamaður sem spilaði um árabil með Liverpool, lést í ágúst, 86 ára að aldri. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Laugardalsvelli árið 1964.Hann spilaði 358 leiki fyrir Liverpool þann áratug sem hann var á mála hjá félaginu. Mário Zagallo , brasilískur fótboltamaður og þjálfari, lést í janúar, 92 ára gamall. Hann hampaði fjórum heimsmeistaratitlum sem leikmaður og síðar þjálfari Brasilíu. Annað Peter Higgs , breskur Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði, lést í apríl, 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“. Morgan Spurlock sem vakti heimsathygli með heimildarmynd sinni Super Size Me árið 2004 lést í maí 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Spurlock borðaði aðeins McDonald's hamborgaramáltíðir í einn mánuð og lýsti viðbrögðum líkamans við því. OJ Simpson , bandarískur fótboltamaður, leikari og dæmdur glæpamaður, lést í apríl, 76 ára gamall. Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Hann var árið 1994 ákærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni og vin hennar, en sýknaður. Hann var síðar dæmdur í einkamáli sem höfðað var, en síðar hlaut hann 33 ára dóm vegna vopnaðs ráns. Jocelyn Wildenstein , fyrrverandi milljarðamæringur þekkt sem „kattarkonan“, lést í desember, 84 ára að aldri. Wildenstein hlaut viðurnefnið „kattarkonan (e. Catwoman)“ vegna einkennandi útlits sökum fjölda lýtaaðgerða á andliti sem hún fór í til að líkjast ketti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Fréttir ársins 2024 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2023 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2023 08:01 Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2023 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2023 08:01
Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01
Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00
Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00
Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent