Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2024 19:41 Það blés hressilega á nýju ríkisstjórnina á Bessastöðum en forsætisráðherra fullyrðir að logn og blíða ríki í samstarfi stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira