„Kristrún Frostadóttir verður nýr forsætisráðherra Íslands. Innilega til hamingju. Ég hlakka til samstarfsins og svo þekkjumst við þegar,“ skrifar hún.
Myndin sem hún birtir var tekin í Smiðju þegar Selenskí heimsótti Ísland vegna þings Norðurlandaráðs sem fór þá fram hér á landi.
„Í þessum heimi er sterkt Ísland mikilvægt. Bæði í norrænu samstarfi og í Atlantshafsbandalaginu,“ skrifar Mette.