Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2024 19:22 Það var létt yfir ráðherrum ríksstjórnarinnar á fyrsta fundi hennar í morgun. Stöð 2/HMP Forsætisráðherra segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Fjármunir verði þó tryggðir til að bæta meðferðarúrræði og ekki væri hægt að búa við þá kjaragliðnun sem átt hafi sér stað milli bóta almannatrygginga og lægstu launa í landinu. Ríkisstjórnin mætti til síns fyrsta fundar í morgun og þótt ekkert frumvarp eða tillögur að þingsályktunum lægju fyrir fundinum stóð hann yfir í tvær og hálfa klukkustund. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafa verið rædda og ráðherrar upplýstir betur um það sem formenn flokkanna hefðu rætt sín í milli. Eitt af megin markmiðum ríkisstjórnarinnar er að bæta hag eldri borgara og öryrkja og að miða skuli bótagreiðslur við launavísitölu. Ekki hefur komið fram hvað þetta muni kosta. Hafið þið ekki reynt að komast að því hvað þetta myndi kosta? Forsætisráðherra segir engin viðbótar stórútgjööld koma til á næsta ári.Stöð 2/Rúnar „Jú við höfum gert það og teljum okkur hafa ágætis yfirsýn yfir hvað er raunhæft. Það er hins vegar ekki eðlilegt að mínu mati að birta svona smáatriði í stefnuyfirlýsingu. Þetta er bara samkomulagsatriði okkar á milli. Það mun auðvitað blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur. Eins þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Launaskrið sem yfirleitt nær eingöngu til hæstu launa mælist einnig í launavísitölu. Því gætu bætur með tímanum orðið meiri en lágmarkslaun í landinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einfaldlega ætla að fylgja lögum um að bætur hækki ýmist samkvæmt launa- eða verðlagsvísitölu eftir því hvor þeirra væri hærri. „Við munum auðvitað finna út úr því hvaða viðmið er hentugt vegna þess að við viljum auðvitað ekki raska ró á almennum vinnumarkaði. Það er hins vegar uppi sú staða að það munar um hundrað þúsund krónum greiðslum sem koma frá almannatryggingum og lægstu launum í landinu og sú kjaragliðnun getur ekki haldið áfram,“ segir forsætisráðherra. Forystukonur flokkanna hafi hins vegar lagt áherslu á að ekki verði farið í sérstök útgjöld að ráði á næsta ári þótt einstök atriði í gildandi fjárlögum verði skoðuð. „Vegna þess að það er mjög mikill einhugur um að passa upp á að við sjáum verðbólgu hjaðna. Við sjáum þensluna minnka og vextina lækka,“ sagði Kristrún Frostadóttir að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í dag. Það væri forgangsatriði og því gæfist tími til að útfæra önnur stefnumál nánar. Þó verði útgjöld til meðferðarúrræða aukin strax á næsta ári enda þörfin brýn. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Bókun 35 Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Hvalveiðilögin barn síns tíma Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 23. desember 2024 14:51 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. 23. desember 2024 14:07 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ríkisstjórnin mætti til síns fyrsta fundar í morgun og þótt ekkert frumvarp eða tillögur að þingsályktunum lægju fyrir fundinum stóð hann yfir í tvær og hálfa klukkustund. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafa verið rædda og ráðherrar upplýstir betur um það sem formenn flokkanna hefðu rætt sín í milli. Eitt af megin markmiðum ríkisstjórnarinnar er að bæta hag eldri borgara og öryrkja og að miða skuli bótagreiðslur við launavísitölu. Ekki hefur komið fram hvað þetta muni kosta. Hafið þið ekki reynt að komast að því hvað þetta myndi kosta? Forsætisráðherra segir engin viðbótar stórútgjööld koma til á næsta ári.Stöð 2/Rúnar „Jú við höfum gert það og teljum okkur hafa ágætis yfirsýn yfir hvað er raunhæft. Það er hins vegar ekki eðlilegt að mínu mati að birta svona smáatriði í stefnuyfirlýsingu. Þetta er bara samkomulagsatriði okkar á milli. Það mun auðvitað blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur. Eins þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Launaskrið sem yfirleitt nær eingöngu til hæstu launa mælist einnig í launavísitölu. Því gætu bætur með tímanum orðið meiri en lágmarkslaun í landinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einfaldlega ætla að fylgja lögum um að bætur hækki ýmist samkvæmt launa- eða verðlagsvísitölu eftir því hvor þeirra væri hærri. „Við munum auðvitað finna út úr því hvaða viðmið er hentugt vegna þess að við viljum auðvitað ekki raska ró á almennum vinnumarkaði. Það er hins vegar uppi sú staða að það munar um hundrað þúsund krónum greiðslum sem koma frá almannatryggingum og lægstu launum í landinu og sú kjaragliðnun getur ekki haldið áfram,“ segir forsætisráðherra. Forystukonur flokkanna hafi hins vegar lagt áherslu á að ekki verði farið í sérstök útgjöld að ráði á næsta ári þótt einstök atriði í gildandi fjárlögum verði skoðuð. „Vegna þess að það er mjög mikill einhugur um að passa upp á að við sjáum verðbólgu hjaðna. Við sjáum þensluna minnka og vextina lækka,“ sagði Kristrún Frostadóttir að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í dag. Það væri forgangsatriði og því gæfist tími til að útfæra önnur stefnumál nánar. Þó verði útgjöld til meðferðarúrræða aukin strax á næsta ári enda þörfin brýn.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Bókun 35 Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Hvalveiðilögin barn síns tíma Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 23. desember 2024 14:51 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. 23. desember 2024 14:07 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10
Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39
Hvalveiðilögin barn síns tíma Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 23. desember 2024 14:51
Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. 23. desember 2024 14:07
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent