Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2024 19:22 Það var létt yfir ráðherrum ríksstjórnarinnar á fyrsta fundi hennar í morgun. Stöð 2/HMP Forsætisráðherra segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Fjármunir verði þó tryggðir til að bæta meðferðarúrræði og ekki væri hægt að búa við þá kjaragliðnun sem átt hafi sér stað milli bóta almannatrygginga og lægstu launa í landinu. Ríkisstjórnin mætti til síns fyrsta fundar í morgun og þótt ekkert frumvarp eða tillögur að þingsályktunum lægju fyrir fundinum stóð hann yfir í tvær og hálfa klukkustund. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafa verið rædda og ráðherrar upplýstir betur um það sem formenn flokkanna hefðu rætt sín í milli. Eitt af megin markmiðum ríkisstjórnarinnar er að bæta hag eldri borgara og öryrkja og að miða skuli bótagreiðslur við launavísitölu. Ekki hefur komið fram hvað þetta muni kosta. Hafið þið ekki reynt að komast að því hvað þetta myndi kosta? Forsætisráðherra segir engin viðbótar stórútgjööld koma til á næsta ári.Stöð 2/Rúnar „Jú við höfum gert það og teljum okkur hafa ágætis yfirsýn yfir hvað er raunhæft. Það er hins vegar ekki eðlilegt að mínu mati að birta svona smáatriði í stefnuyfirlýsingu. Þetta er bara samkomulagsatriði okkar á milli. Það mun auðvitað blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur. Eins þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Launaskrið sem yfirleitt nær eingöngu til hæstu launa mælist einnig í launavísitölu. Því gætu bætur með tímanum orðið meiri en lágmarkslaun í landinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einfaldlega ætla að fylgja lögum um að bætur hækki ýmist samkvæmt launa- eða verðlagsvísitölu eftir því hvor þeirra væri hærri. „Við munum auðvitað finna út úr því hvaða viðmið er hentugt vegna þess að við viljum auðvitað ekki raska ró á almennum vinnumarkaði. Það er hins vegar uppi sú staða að það munar um hundrað þúsund krónum greiðslum sem koma frá almannatryggingum og lægstu launum í landinu og sú kjaragliðnun getur ekki haldið áfram,“ segir forsætisráðherra. Forystukonur flokkanna hafi hins vegar lagt áherslu á að ekki verði farið í sérstök útgjöld að ráði á næsta ári þótt einstök atriði í gildandi fjárlögum verði skoðuð. „Vegna þess að það er mjög mikill einhugur um að passa upp á að við sjáum verðbólgu hjaðna. Við sjáum þensluna minnka og vextina lækka,“ sagði Kristrún Frostadóttir að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í dag. Það væri forgangsatriði og því gæfist tími til að útfæra önnur stefnumál nánar. Þó verði útgjöld til meðferðarúrræða aukin strax á næsta ári enda þörfin brýn. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Bókun 35 Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Hvalveiðilögin barn síns tíma Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 23. desember 2024 14:51 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. 23. desember 2024 14:07 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Ríkisstjórnin mætti til síns fyrsta fundar í morgun og þótt ekkert frumvarp eða tillögur að þingsályktunum lægju fyrir fundinum stóð hann yfir í tvær og hálfa klukkustund. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafa verið rædda og ráðherrar upplýstir betur um það sem formenn flokkanna hefðu rætt sín í milli. Eitt af megin markmiðum ríkisstjórnarinnar er að bæta hag eldri borgara og öryrkja og að miða skuli bótagreiðslur við launavísitölu. Ekki hefur komið fram hvað þetta muni kosta. Hafið þið ekki reynt að komast að því hvað þetta myndi kosta? Forsætisráðherra segir engin viðbótar stórútgjööld koma til á næsta ári.Stöð 2/Rúnar „Jú við höfum gert það og teljum okkur hafa ágætis yfirsýn yfir hvað er raunhæft. Það er hins vegar ekki eðlilegt að mínu mati að birta svona smáatriði í stefnuyfirlýsingu. Þetta er bara samkomulagsatriði okkar á milli. Það mun auðvitað blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur. Eins þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Launaskrið sem yfirleitt nær eingöngu til hæstu launa mælist einnig í launavísitölu. Því gætu bætur með tímanum orðið meiri en lágmarkslaun í landinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einfaldlega ætla að fylgja lögum um að bætur hækki ýmist samkvæmt launa- eða verðlagsvísitölu eftir því hvor þeirra væri hærri. „Við munum auðvitað finna út úr því hvaða viðmið er hentugt vegna þess að við viljum auðvitað ekki raska ró á almennum vinnumarkaði. Það er hins vegar uppi sú staða að það munar um hundrað þúsund krónum greiðslum sem koma frá almannatryggingum og lægstu launum í landinu og sú kjaragliðnun getur ekki haldið áfram,“ segir forsætisráðherra. Forystukonur flokkanna hafi hins vegar lagt áherslu á að ekki verði farið í sérstök útgjöld að ráði á næsta ári þótt einstök atriði í gildandi fjárlögum verði skoðuð. „Vegna þess að það er mjög mikill einhugur um að passa upp á að við sjáum verðbólgu hjaðna. Við sjáum þensluna minnka og vextina lækka,“ sagði Kristrún Frostadóttir að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í dag. Það væri forgangsatriði og því gæfist tími til að útfæra önnur stefnumál nánar. Þó verði útgjöld til meðferðarúrræða aukin strax á næsta ári enda þörfin brýn.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Bókun 35 Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Hvalveiðilögin barn síns tíma Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 23. desember 2024 14:51 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. 23. desember 2024 14:07 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10
Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39
Hvalveiðilögin barn síns tíma Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 23. desember 2024 14:51
Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. 23. desember 2024 14:07