Innlent

Forseti þingsins baðst afsökunar á enskuslettu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Einar baðst afsökunar á því að hafa brotið þingskaparlög.
Einar baðst afsökunar á því að hafa brotið þingskaparlög. Vísir / EOL
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, þurfti að baðst í dag afsökunar á enskuslettu sem kom fram þegar hann kynnti Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, í pontu en hann sagði hana annan þingmann Reykjavíkurkjördæmis suður en hún er þriðji þingmaður kjördæmisins.

 „Þetta var ekki Freudian slip,“ sagði hann en baðst afsökunar nokkrum mínútum síðar. „Forseti biðst velvirðingar á því að hafa brotið 91. grein þingskaparlaga sem kveður á um það að þingmálið sé íslenska þegar hann tjáði sig hér áðan í upphafi ræðu háttvirts þingmanns Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og átti að sjálfsögðu við freudískan fótaskort,“ sagði hann og uppskar hlátur þingmanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×