Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira