Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 21:00 Gunnar segir það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi dregið gæsirnar til bana. Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. „Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“ Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira