Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 16:02 Byggja á allt að 16 hús við Gauksstaði. Freyr segir að það muni skerða útsýni margra íbúa. Mynd/Freyr Gunnarsson Íbúar í Garði eru margir ósáttir við breytingu á jörð Gauksstaða fyrir ferðaþjónustu. Samkvæmt deiliskipulagstillögu sem auglýst var í nóvember er fyrirhugað að útbúa gistirými fyrir allt að fimmtíu manns í fimmtán ferðaþjónustuhúsum auk þess að byggja þjónustubyggingu. Íbúar segja slíka byggingu skerða útsýni auk þess sem umferð ferðamanna í gegnum íbúðabyggð muni aukast gífurlega. Þá eru gerðar athugasemdir við það að svæðið sé þekkt flóðasvæði og að með hækkandi sjávarstöðu muni flóðahætta aukast enn frekar á svæðinu. Í deiliskipulagsauglýsingunni kemur fram að gert sé ráð fyrir því að aðalinnkoma að ferðaþjónustunni sé frá Gauksstaðavegi og að öryggisleið verði tryggð um sjóvarnargarð á suðurhlið svæðisins. Þá er bent á það í auglýsingunni að fjallað sé um svæðið í aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022 til 2034. Gefinn var kostur til að gefa athugasemd um tillöguna til síðustu áramóta. Alls bárust 40 umsagnir um tillöguna. Meirihluti umsagnanna er frá íbúum sem mótmæla uppbyggingunni harðlega. Óþarfa umferð og útsýnisskerðing „Sem íbúi á Gauksstaðavegi líst mér rosa illa á að fá alla þessa óþarfa umferð í gegnum götuna hjá mér, ég flutti í þessa götu til að losna við alla umferð fram hjá húsinu en ekki fá heilan haug af túristum keyrandi hér um. Mitt álit er að það ætti að gera sér veg fyrir þennan rekstur,“ segir einn íbúi. Freyr segir ferðaþjónustu ekki eiga heima í slíkri nálægð við íbúðabyggð.Mynd/Freyr Gunnarsson Annar tekur undir á sömu nótum: „Sem íbúi á Gauksstaðavegi mótmæli ég þessum aðgerðum um alla þessa umferð sem mun skapast á Gauksstaðavegi vegna hótels á Gauksstöðum. Það búa börn í götunni og væri þessi rólega gata ekki lengur örugg vegna aukinnar umferðar. Ég legg til að skoðuð verði önnur úrræði fyrir veg að hótelinu.“ Sá þriðji segist hafa búið við Gerðaveg síðustu 17 árin og að uppbyggingin munu skerða útsýni hennar auk þess sem aukin umsvif ferðamanna hafi áhrif á hesta hennar. Þá segir sá fjórði að í tillögunni felist stórfelld náttúruspjöll. „Deiliskipulagstillagan við Gauksstaði felur í sér stórfelld náttúruspjöll og eyðileggingu á vinsælu útivistarsvæði. Stór aukin umferð um Gaukstaðarveg og nágrenni með tilheyrandi hávaða og mengun mun valda íbúum miklum óþægindum. Sjónræn áhrif verða mikil og neikvæð þar sem fyrirhugaðar byggingar við Gauksstaði falla ekki að núverandi byggð svæðisins. Ég bý við Brekkubraut í Garði og hef útsýn niður að Gauksstöðum, það er dapurlegt til þess að hugsa að þar eigi eftir að blasa við mér kofabyggð sem reist hefur verið í þágu efnishyggjunnar. Umfangsmikil ferðaþjónusta í miðri íbúðarbyggð og í nálægð við vinsælt útivistarsvæði ætti ekki að vera til skoðunar. Ég beini þeim tilmælum til ráðamanna Suðurnesjabæjar að endurskoða hug sinn til náttúruverndar í bænum okkar og hætta við öll áform sem fela í sér eyðileggingu á vinsælum útivistarsvæðum, Gauksstaðir, Garðskagi og Gerðatún svo eitthvað sé nefnt.“ Gatan er þröng og íbúar hafa áhyggjur af aukinni umferð.Mynd/Freyr Gunnarsson Freyr Gunnarsson býr við Gauksstaðaveg og segir glórulaust að byggja á þessum stað vegna flóðahættu. Þá gerir hann einnig athugasemdir við útsýnisskerðingu og bendir á að í umsögnum heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar sé bent á að bæta þurfi úr fráveitumálum. Þá segir hann flóttaleiðina vanhugsaða. Gert sé ráð fyrir henni í gegnum tún sunnan megin en að það sé yfir tún í einkaeigu og ekki sé búið að ræða það við þau. „Íbúar eru margoft búnir að mótmæla aukinni umferð um götuna bæði formlega og óformlega og ekkert hefur verið hlustað á mótmæli íbúa við götuna en einnig má taka fram að allir íbúar götunar hafa mótmælt oftar en einu sinni,“ segir hann í umsögn sinni. Um 250 sem mótmæla Í samtali við fréttastofu segir hann að auk þess að skrifa umsagnir hafi um 250 íbúar í Garði skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem þessum áformum er mótmælt. „Það er eins og 18 þúsund manns í Reykjavík myndu skrifa undir. Það er allt komið í háaloft hérna,“ segir Freyr og að þær hafi verið afhentar bæjarstjórn um áramótin. Sjá einnig: „Það fer allt á flot hérna reglulega. Það voru svakaleg flóð hérna 2020. Þá kom sjór upp að húsinu mínu. Það stendur skýrt í lögum að það megi ekki byggja á flóðasvæðum,“ segir Freyr og að íbúar skilji ekki þessi áform. Hér að neðan má sjá myndband frá flóðunum 2020. Hann segir íbúa ekki hafa fengið viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. Þau hafi beðið um fund en ekki fengið það. „Það skilur enginn af hverju þetta er komið svona langt,“ segir Freyr. Hann segir svæðið vinsælt útivistarsvæði. Áður fyrr hafi búfénaður gengið um en núna noti grunnskólinn svæðið fyrir kennslu og leikskólinn fyrir leik. Freyr vonast til þess að hægt verði að falla frá þessum hugmyndum. Loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á flóðahættu Fleiri umsagnir er að finna frá íbúum en einnig frá Veðurstofu, Brunavörnum Suðurnesja og Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í umsögn Veðurstofunnar er sérstaklega fjallað um flóðahættu á svæðinu. Þar kemur fram að skipulagssvæðið liggi á eða nærri flóðasvæði og að með hækkandi sjávarstöðu muni flóðahætta aukast á svæðinu. „Hækkandi sjávarstaða vegna loftslagsbreytinga og landsigs mun hafa áhrif á sjávarflóðahættu í Reykjanesbæ á þessari öld og næstu. Fjallað er um sjávarstöðubreytingar í skýrslu Vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem og mynd 2.36 í skýrslunni sýnir að Reykjanesbær stendur á svæði þar hefur gætt landsigs á síðustu áratugum. Núverandi umbrot geta þó breitt þeirri niðurstöðu. Í skýrslu Vísindanefndar kemur fram að eiginleg sjávarstöðuhækkun (þ.e. þar sem ekki er tekið tillit til landhæðarbreytinga) í verstu sviðsmynd er rúmlega 60 cm um aldamótin 2100 og um 120 cm árið 2150 við Faxaflóann. Sjávarstöðubreytingar eru líklegar til að verða viðvarandi verkefni næstu aldir. Mikilvægt er að við alla skipulagsgerð sé aðgát höfð og hugað að því hvernig bregðast megi við sjávarstöðubreytingum ef þær skyldu geta valdið vandræðum á þeim svæðum sem verið er að skipuleggja,“ segir í umsögninni. Þá segir að í skipulagsgögnum muni koma fram að lágmarksgólfkóti skuli vera fimm metrar yfir sjávarmáli og að og sjóvarnargarður sé teiknaður á deiliskipulagskortið. Í tilkynningu segir að kortið sé ekki nægilega nákvæmt til að hægt sé að meta landhæð á því og hvar fimm metra yfir sjávarhæð jafnhæðarlínan liggi. „Veðurstofa Íslands vill að því árétta að vegna loftslagsbreytinga eru sjávarflóð vaxandi áhættuþáttur við strendur landsins og mikilvægt er að hafa sérstaka aðgát við skipulag á lágsvæðum, samanber viðmiðunarreglur. Mikilvægt er að skipulagsaðilar geri grein fyrir flóðahættu á skipulagssvæðinu og því hvernig takast skal á við hana.“ Málið enn til skoðunar Jónína Magnúsdóttir forseti bæjarstjórar segir málið enn til skoðunar hjá bæjaryfirvöldum. Það sé ekki búið að taka neinar ákvarðanir og málið í ferli. Hún segir að við skoðun verði tekið tillit til allra athugasemda auk stjórnsýslu- og skipulagslaga. Áhrif framkvæmdarinnar á umferð, ásýnd og útsýni verði allt skoðað vel. „Deiliskipulagið er í skoðun og þegar auglýsingaferlið er búið verður þetta tekið saman og lagt fyrir framkvæmda- og skipulagsráð. Sú vinna er í gangi og það er ekkert hægt að segja neitt annað en það. Sama hversu margar tillögur koma þarf að fara í gegnum þær allar,“ segir Jónína. Hún segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort það verði fallið frá þessum hugmyndum að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. „Það verður farið yfir þetta gaumgæfilega. Þetta er í aðalskipulagi og þá komu þessar athugasemdir líka fram varðandi flóðahættu,“ segir hún og að þá hafi Veðurstofan lagt til, eins og í nýrri umsögn sinni, undirbyggingu. Suðurnesjabær Skipulag Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. 14. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Íbúar segja slíka byggingu skerða útsýni auk þess sem umferð ferðamanna í gegnum íbúðabyggð muni aukast gífurlega. Þá eru gerðar athugasemdir við það að svæðið sé þekkt flóðasvæði og að með hækkandi sjávarstöðu muni flóðahætta aukast enn frekar á svæðinu. Í deiliskipulagsauglýsingunni kemur fram að gert sé ráð fyrir því að aðalinnkoma að ferðaþjónustunni sé frá Gauksstaðavegi og að öryggisleið verði tryggð um sjóvarnargarð á suðurhlið svæðisins. Þá er bent á það í auglýsingunni að fjallað sé um svæðið í aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022 til 2034. Gefinn var kostur til að gefa athugasemd um tillöguna til síðustu áramóta. Alls bárust 40 umsagnir um tillöguna. Meirihluti umsagnanna er frá íbúum sem mótmæla uppbyggingunni harðlega. Óþarfa umferð og útsýnisskerðing „Sem íbúi á Gauksstaðavegi líst mér rosa illa á að fá alla þessa óþarfa umferð í gegnum götuna hjá mér, ég flutti í þessa götu til að losna við alla umferð fram hjá húsinu en ekki fá heilan haug af túristum keyrandi hér um. Mitt álit er að það ætti að gera sér veg fyrir þennan rekstur,“ segir einn íbúi. Freyr segir ferðaþjónustu ekki eiga heima í slíkri nálægð við íbúðabyggð.Mynd/Freyr Gunnarsson Annar tekur undir á sömu nótum: „Sem íbúi á Gauksstaðavegi mótmæli ég þessum aðgerðum um alla þessa umferð sem mun skapast á Gauksstaðavegi vegna hótels á Gauksstöðum. Það búa börn í götunni og væri þessi rólega gata ekki lengur örugg vegna aukinnar umferðar. Ég legg til að skoðuð verði önnur úrræði fyrir veg að hótelinu.“ Sá þriðji segist hafa búið við Gerðaveg síðustu 17 árin og að uppbyggingin munu skerða útsýni hennar auk þess sem aukin umsvif ferðamanna hafi áhrif á hesta hennar. Þá segir sá fjórði að í tillögunni felist stórfelld náttúruspjöll. „Deiliskipulagstillagan við Gauksstaði felur í sér stórfelld náttúruspjöll og eyðileggingu á vinsælu útivistarsvæði. Stór aukin umferð um Gaukstaðarveg og nágrenni með tilheyrandi hávaða og mengun mun valda íbúum miklum óþægindum. Sjónræn áhrif verða mikil og neikvæð þar sem fyrirhugaðar byggingar við Gauksstaði falla ekki að núverandi byggð svæðisins. Ég bý við Brekkubraut í Garði og hef útsýn niður að Gauksstöðum, það er dapurlegt til þess að hugsa að þar eigi eftir að blasa við mér kofabyggð sem reist hefur verið í þágu efnishyggjunnar. Umfangsmikil ferðaþjónusta í miðri íbúðarbyggð og í nálægð við vinsælt útivistarsvæði ætti ekki að vera til skoðunar. Ég beini þeim tilmælum til ráðamanna Suðurnesjabæjar að endurskoða hug sinn til náttúruverndar í bænum okkar og hætta við öll áform sem fela í sér eyðileggingu á vinsælum útivistarsvæðum, Gauksstaðir, Garðskagi og Gerðatún svo eitthvað sé nefnt.“ Gatan er þröng og íbúar hafa áhyggjur af aukinni umferð.Mynd/Freyr Gunnarsson Freyr Gunnarsson býr við Gauksstaðaveg og segir glórulaust að byggja á þessum stað vegna flóðahættu. Þá gerir hann einnig athugasemdir við útsýnisskerðingu og bendir á að í umsögnum heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar sé bent á að bæta þurfi úr fráveitumálum. Þá segir hann flóttaleiðina vanhugsaða. Gert sé ráð fyrir henni í gegnum tún sunnan megin en að það sé yfir tún í einkaeigu og ekki sé búið að ræða það við þau. „Íbúar eru margoft búnir að mótmæla aukinni umferð um götuna bæði formlega og óformlega og ekkert hefur verið hlustað á mótmæli íbúa við götuna en einnig má taka fram að allir íbúar götunar hafa mótmælt oftar en einu sinni,“ segir hann í umsögn sinni. Um 250 sem mótmæla Í samtali við fréttastofu segir hann að auk þess að skrifa umsagnir hafi um 250 íbúar í Garði skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem þessum áformum er mótmælt. „Það er eins og 18 þúsund manns í Reykjavík myndu skrifa undir. Það er allt komið í háaloft hérna,“ segir Freyr og að þær hafi verið afhentar bæjarstjórn um áramótin. Sjá einnig: „Það fer allt á flot hérna reglulega. Það voru svakaleg flóð hérna 2020. Þá kom sjór upp að húsinu mínu. Það stendur skýrt í lögum að það megi ekki byggja á flóðasvæðum,“ segir Freyr og að íbúar skilji ekki þessi áform. Hér að neðan má sjá myndband frá flóðunum 2020. Hann segir íbúa ekki hafa fengið viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. Þau hafi beðið um fund en ekki fengið það. „Það skilur enginn af hverju þetta er komið svona langt,“ segir Freyr. Hann segir svæðið vinsælt útivistarsvæði. Áður fyrr hafi búfénaður gengið um en núna noti grunnskólinn svæðið fyrir kennslu og leikskólinn fyrir leik. Freyr vonast til þess að hægt verði að falla frá þessum hugmyndum. Loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á flóðahættu Fleiri umsagnir er að finna frá íbúum en einnig frá Veðurstofu, Brunavörnum Suðurnesja og Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í umsögn Veðurstofunnar er sérstaklega fjallað um flóðahættu á svæðinu. Þar kemur fram að skipulagssvæðið liggi á eða nærri flóðasvæði og að með hækkandi sjávarstöðu muni flóðahætta aukast á svæðinu. „Hækkandi sjávarstaða vegna loftslagsbreytinga og landsigs mun hafa áhrif á sjávarflóðahættu í Reykjanesbæ á þessari öld og næstu. Fjallað er um sjávarstöðubreytingar í skýrslu Vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem og mynd 2.36 í skýrslunni sýnir að Reykjanesbær stendur á svæði þar hefur gætt landsigs á síðustu áratugum. Núverandi umbrot geta þó breitt þeirri niðurstöðu. Í skýrslu Vísindanefndar kemur fram að eiginleg sjávarstöðuhækkun (þ.e. þar sem ekki er tekið tillit til landhæðarbreytinga) í verstu sviðsmynd er rúmlega 60 cm um aldamótin 2100 og um 120 cm árið 2150 við Faxaflóann. Sjávarstöðubreytingar eru líklegar til að verða viðvarandi verkefni næstu aldir. Mikilvægt er að við alla skipulagsgerð sé aðgát höfð og hugað að því hvernig bregðast megi við sjávarstöðubreytingum ef þær skyldu geta valdið vandræðum á þeim svæðum sem verið er að skipuleggja,“ segir í umsögninni. Þá segir að í skipulagsgögnum muni koma fram að lágmarksgólfkóti skuli vera fimm metrar yfir sjávarmáli og að og sjóvarnargarður sé teiknaður á deiliskipulagskortið. Í tilkynningu segir að kortið sé ekki nægilega nákvæmt til að hægt sé að meta landhæð á því og hvar fimm metra yfir sjávarhæð jafnhæðarlínan liggi. „Veðurstofa Íslands vill að því árétta að vegna loftslagsbreytinga eru sjávarflóð vaxandi áhættuþáttur við strendur landsins og mikilvægt er að hafa sérstaka aðgát við skipulag á lágsvæðum, samanber viðmiðunarreglur. Mikilvægt er að skipulagsaðilar geri grein fyrir flóðahættu á skipulagssvæðinu og því hvernig takast skal á við hana.“ Málið enn til skoðunar Jónína Magnúsdóttir forseti bæjarstjórar segir málið enn til skoðunar hjá bæjaryfirvöldum. Það sé ekki búið að taka neinar ákvarðanir og málið í ferli. Hún segir að við skoðun verði tekið tillit til allra athugasemda auk stjórnsýslu- og skipulagslaga. Áhrif framkvæmdarinnar á umferð, ásýnd og útsýni verði allt skoðað vel. „Deiliskipulagið er í skoðun og þegar auglýsingaferlið er búið verður þetta tekið saman og lagt fyrir framkvæmda- og skipulagsráð. Sú vinna er í gangi og það er ekkert hægt að segja neitt annað en það. Sama hversu margar tillögur koma þarf að fara í gegnum þær allar,“ segir Jónína. Hún segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort það verði fallið frá þessum hugmyndum að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. „Það verður farið yfir þetta gaumgæfilega. Þetta er í aðalskipulagi og þá komu þessar athugasemdir líka fram varðandi flóðahættu,“ segir hún og að þá hafi Veðurstofan lagt til, eins og í nýrri umsögn sinni, undirbyggingu.
Suðurnesjabær Skipulag Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. 14. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. 14. febrúar 2020 21:30