Innlent

Setja fyrirvara við frestun á nauðungarsölum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jón Þór hefur lagt til breytingar á frumvarpinu.
Jón Þór hefur lagt til breytingar á frumvarpinu. Vísir / Valgarður
Tveir þingmenn gera fyrirvara við samþykki sitt við frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um frestun á nauðungarsölum heimila. Þingmennirnir eru þó báðir samþykkir því að fresta áfram nauðungarsölum.



Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gera fyrirvarana en þau segja bæði að þrátt fyrir að frumvarpið verði samþykkt sé enn umtalsverður hópur skuldara sem eigi á hættu að missa heimili sín vegna neytendalána.



„Það eru engin lagaleg rök fyrir því að heimila ekki sömu úrræði og frumvarpið felur í sér til að stöðva líka tímabundið nauðungarsölur þar sem skorið verður úr óvissu um lögmæti flestra neytendalána á fyrri hluta næsta árs,“ segir Jón Þór í sínum fyrirvara.



Jón Þór og félagar hans í þingflokki Pírata hafa einnig lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu. Gengur hún út á að láta lögin ná líka um önnur verðtryggð neytendalán en fasteignaveðlán.

Önnur umræða um frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×