Stöðvum landflótta vits og strits Haraldur Guðmundsson skrifar 25. júní 2014 08:37 Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar