Stöðvum landflótta vits og strits Haraldur Guðmundsson skrifar 25. júní 2014 08:37 Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun