Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur Almar Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 14:00 Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun