Tækifæri á Norðurslóðum - neita að leita - arðbærast til framtíðar Bergljót Rist skrifar 20. desember 2013 06:00 Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun