Stofna umhverfissjóð til verndar Laugavegi Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2013 12:07 Þúsund krónur eru nefndar sem upphæð umhverfisgjaldsins. Ef þeir sem ganga Laugaveginn greiða það gjald væru árlegar tekjur sex til átta milljónir króna. Mynd/Hreinn Óskarsson Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent