Þrep virðisaukaskatts Hannes G. Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun