Haustið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 11. september 2012 06:00 Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar