„Öllu er hagrætt í burtu“ Svavar Gestsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun