„Öllu er hagrætt í burtu“ Svavar Gestsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun