Slegist við strámann á Fjöllum Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar