Slegist við strámann á Fjöllum Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun