Mikill virðisauki í áli Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. maí 2012 06:00 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun