Mikill virðisauki í áli Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. maí 2012 06:00 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna.
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar