Samráð heilbrigðisstarfsfólks við foreldra 21. mars 2012 06:00 Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun