Samráð heilbrigðisstarfsfólks við foreldra 21. mars 2012 06:00 Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun