Spítalinn okkar allra Anna Stefánsdóttir og Gyða Baldursdóttir skrifar 24. janúar 2012 06:00 Er fyrirhuguð stækkun Landspítala gæluverkefni karla í lególeik? Það má lesa úr skrifum Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, sem skrifar grein í Fréttablaðið þann 17. janúar sl. undir yfirskriftinni: „Háskólaþorpið í Vatnsmýrinni." Þar ræðir hann áform um stækkun Landspítala. Guðni finnur það verkefninu einna helst til foráttu að það sé gæluverk karla og hefur að hluta til eftir Guðjóni Baldurssyni lækni sem nýverið líkti stækkun spítalans við leik barna með kubba. Ekkert er hins vegar fjær sanni hvað snertir það mikilvæga mál, sem stækkun Landspítala er. Guðni gerir því skóna að ráðdeildarsömum konum dytti ekki í hug að leggja út í framkvæmdir sem þessar. Þetta eru athyglisverð ummæli hjá fyrrum þingmanninum, enda minnast þess flestir að konur hafa í gegnum tíðina átt myndarlegan þátt í byggingu spítala hér á landi og frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum. Landspítali tók til starfa 1930. Bygging hans hafði átt þó nokkurn aðdraganda og þá voru menn ekki fremur en nú sammála um bygginguna. Þá voru það konur sem voru í fararbroddi og börðust fyrir því af miklum dugnaði að spítalinn yrði byggður. Áformin um stækkun Landspítala nú hafa frá því að verkefnið komst á skrið, fyrir um áratug, bæði verið á hendi karla og kvenna. Það er skiljanlegt, enda er stækkun spítalans þjóðþrifamál og mun gagnast öllum landsmönnum sem þangað gætu þurft að sækja þjónustu, burtséð frá því hvort það eru börn, ungt fólk, fólk á miðjum aldri, eða eldra fólk, en sá þjóðfélagshópur mun fara ört stækkandi á komandi árum. Sú bygging sem fyrirhugað er að reisa nú er því fráleitt lególeikur stórra stráka. Hún er þvert á móti nauðsynleg til að: 1) Auka öryggi og bæta aðbúnað sjúklinga. 2) Klára sameiningu spítalanna í Reykjavík, flytja starfsemina í Fossvogi á Hringbraut og ná fram þeirri hagræðingu sem í því felst. 3) Efla kennslu nemenda í heilbrigðisgreinum og aðstöðu til rannsókna. 4) Bæta starfsaðstöðu. Guðni nefnir í grein sinni að forsendur séu brostnar og spyr hvort ekki þurfi að endurskoða þær. Þarna vísar hann væntanlega til breyttra aðstæðna eftir efnahagshrun. Hér má enn minna á að forsendur frá því fyrir hrun hafa þegar verið endurskoðaðar. Árið 2005 var farið í samkeppni um nýjan spítala og þá var í bígerð að byggja mun stærri byggingu en nú eru áform um. Áætlanir voru m.ö.o. endurskoðaðar eftir hrun og ný samkeppni á nýjum forsendum fór fram 2010. Nú er í 1. áfanga áætlað að byggja meðferðarkjarna sem hýsir bráðamóttöku, myndgreiningardeild, skurðstofur, gjörgæslu, þræðingastofur og legudeildir. Þessar einingar verða að standa saman í einu húsi því hver og ein getur ekki án hinnar verið. Þá á einnig að byggja hús fyrir rannsóknarstofur spítalans og Blóðbanka og sjúkrahótel. Háskólinn áformar síðan að byggja húsnæði fyrir kennslu í heilbrigðisgreinum. Farið hefur verið vandlega yfir stærð húsa með ráðgjöfum, notendum og hönnuðum og hófsemi gætt í hvívetna. Samkvæmt ákvörðun Alþingis er nú unnið að frumhönnun þessara bygginga. Þegar henni er lokið verða áformin aftur borin undir Alþingi og þá fá kjörnir fulltrúar landsins tækifæri til að endurmeta stöðuna og ákveða hvað gera skuli. Hvort þessar byggingar og þær sem á eftir koma kallist þorp eða ekki þá verður spítali fráleitt byggður upp í mörgum litlum húsum. Í okkar litla landi er heldur hvorki raunhæft né skynsamlegt að hafa á mörgum stöðum ýmsa þá starfsemi sem Landspítali sinnir, eins og nú er má þar m.a. nefna kransæðaþræðingar og víkkanir, geislameðferð krabbameina o.s.frv. Sjúkrahús á landsbyggðinni, t.d. sjúkrahúsið á Akureyri, verða þó eftir sem áður mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu landans. Hvers vegna ætti að leggja þann ágæta spítala af þótt bæta þurfi húsakost Landspítala? Guðni segir í grein sinni að honum sýnist að „verið sé að hanna einn stóran „LANDSPÍTALA ALLRA LANDSMANNA"". Rifja má upp með fyrrum alþingismanninum að í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir m.a.: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins." Það voru einmitt Guðni og hans samstarfsmenn á þingi sem ákváðu það og settu í lög að Landspítali skyldi vera spítali allra landsmanna. Það eru eflaust fáir Íslendingar sem ekki hafa beint eða óbeint reynslu af starfi Landspítala og svo mun verða í framtíðinni. Þar er unnið mikið metnaðarfullt starf oft við erfiðar aðstæður. Bygging nýs Landspítala er að okkar mati brýnt verkefni. Ný bygging mun bæta þjónustu sjúklinga og auka öryggi þeirra um leið og hagkvæmni eykst og spítalinn verður aðlaðandi og eftirsóttur vinnustaður. Þannig verður áfram til í landinu þjóðarspítali, spítali allra landsmanna sem þeir geta verið stoltir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir "Háskólasjúkraþorpið í Vatnsmýrinni“ Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 – til 100 milljarða? 17. janúar 2012 06:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Er fyrirhuguð stækkun Landspítala gæluverkefni karla í lególeik? Það má lesa úr skrifum Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, sem skrifar grein í Fréttablaðið þann 17. janúar sl. undir yfirskriftinni: „Háskólaþorpið í Vatnsmýrinni." Þar ræðir hann áform um stækkun Landspítala. Guðni finnur það verkefninu einna helst til foráttu að það sé gæluverk karla og hefur að hluta til eftir Guðjóni Baldurssyni lækni sem nýverið líkti stækkun spítalans við leik barna með kubba. Ekkert er hins vegar fjær sanni hvað snertir það mikilvæga mál, sem stækkun Landspítala er. Guðni gerir því skóna að ráðdeildarsömum konum dytti ekki í hug að leggja út í framkvæmdir sem þessar. Þetta eru athyglisverð ummæli hjá fyrrum þingmanninum, enda minnast þess flestir að konur hafa í gegnum tíðina átt myndarlegan þátt í byggingu spítala hér á landi og frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum. Landspítali tók til starfa 1930. Bygging hans hafði átt þó nokkurn aðdraganda og þá voru menn ekki fremur en nú sammála um bygginguna. Þá voru það konur sem voru í fararbroddi og börðust fyrir því af miklum dugnaði að spítalinn yrði byggður. Áformin um stækkun Landspítala nú hafa frá því að verkefnið komst á skrið, fyrir um áratug, bæði verið á hendi karla og kvenna. Það er skiljanlegt, enda er stækkun spítalans þjóðþrifamál og mun gagnast öllum landsmönnum sem þangað gætu þurft að sækja þjónustu, burtséð frá því hvort það eru börn, ungt fólk, fólk á miðjum aldri, eða eldra fólk, en sá þjóðfélagshópur mun fara ört stækkandi á komandi árum. Sú bygging sem fyrirhugað er að reisa nú er því fráleitt lególeikur stórra stráka. Hún er þvert á móti nauðsynleg til að: 1) Auka öryggi og bæta aðbúnað sjúklinga. 2) Klára sameiningu spítalanna í Reykjavík, flytja starfsemina í Fossvogi á Hringbraut og ná fram þeirri hagræðingu sem í því felst. 3) Efla kennslu nemenda í heilbrigðisgreinum og aðstöðu til rannsókna. 4) Bæta starfsaðstöðu. Guðni nefnir í grein sinni að forsendur séu brostnar og spyr hvort ekki þurfi að endurskoða þær. Þarna vísar hann væntanlega til breyttra aðstæðna eftir efnahagshrun. Hér má enn minna á að forsendur frá því fyrir hrun hafa þegar verið endurskoðaðar. Árið 2005 var farið í samkeppni um nýjan spítala og þá var í bígerð að byggja mun stærri byggingu en nú eru áform um. Áætlanir voru m.ö.o. endurskoðaðar eftir hrun og ný samkeppni á nýjum forsendum fór fram 2010. Nú er í 1. áfanga áætlað að byggja meðferðarkjarna sem hýsir bráðamóttöku, myndgreiningardeild, skurðstofur, gjörgæslu, þræðingastofur og legudeildir. Þessar einingar verða að standa saman í einu húsi því hver og ein getur ekki án hinnar verið. Þá á einnig að byggja hús fyrir rannsóknarstofur spítalans og Blóðbanka og sjúkrahótel. Háskólinn áformar síðan að byggja húsnæði fyrir kennslu í heilbrigðisgreinum. Farið hefur verið vandlega yfir stærð húsa með ráðgjöfum, notendum og hönnuðum og hófsemi gætt í hvívetna. Samkvæmt ákvörðun Alþingis er nú unnið að frumhönnun þessara bygginga. Þegar henni er lokið verða áformin aftur borin undir Alþingi og þá fá kjörnir fulltrúar landsins tækifæri til að endurmeta stöðuna og ákveða hvað gera skuli. Hvort þessar byggingar og þær sem á eftir koma kallist þorp eða ekki þá verður spítali fráleitt byggður upp í mörgum litlum húsum. Í okkar litla landi er heldur hvorki raunhæft né skynsamlegt að hafa á mörgum stöðum ýmsa þá starfsemi sem Landspítali sinnir, eins og nú er má þar m.a. nefna kransæðaþræðingar og víkkanir, geislameðferð krabbameina o.s.frv. Sjúkrahús á landsbyggðinni, t.d. sjúkrahúsið á Akureyri, verða þó eftir sem áður mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu landans. Hvers vegna ætti að leggja þann ágæta spítala af þótt bæta þurfi húsakost Landspítala? Guðni segir í grein sinni að honum sýnist að „verið sé að hanna einn stóran „LANDSPÍTALA ALLRA LANDSMANNA"". Rifja má upp með fyrrum alþingismanninum að í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir m.a.: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins." Það voru einmitt Guðni og hans samstarfsmenn á þingi sem ákváðu það og settu í lög að Landspítali skyldi vera spítali allra landsmanna. Það eru eflaust fáir Íslendingar sem ekki hafa beint eða óbeint reynslu af starfi Landspítala og svo mun verða í framtíðinni. Þar er unnið mikið metnaðarfullt starf oft við erfiðar aðstæður. Bygging nýs Landspítala er að okkar mati brýnt verkefni. Ný bygging mun bæta þjónustu sjúklinga og auka öryggi þeirra um leið og hagkvæmni eykst og spítalinn verður aðlaðandi og eftirsóttur vinnustaður. Þannig verður áfram til í landinu þjóðarspítali, spítali allra landsmanna sem þeir geta verið stoltir af.
"Háskólasjúkraþorpið í Vatnsmýrinni“ Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 – til 100 milljarða? 17. janúar 2012 06:00
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar