Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum á morgun í leik um 5. sætið í Algarvebikarnum en leikurinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.
Sigurður Ragnar gerir þrjár breytingar á íslenska liðinu frá því í sigrinum á móti Kína á mánudaginn en inn í liðið koma þær Fanndís Friðriksdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Harpa er að byrja sinn fyrsta leik á mótinu.
Margrét Lára Viðarsdóttir getur ekki spilað vegna meiðsla en auk hennar detta úr liðinu Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir. Sigurður Ragnar hefur ákveðið að hvíla Söru í þessum leik en hún er að fara spila í Meistaradeildinni með Malmö í næstu viku.
Byrjunarlið Íslands á móti Dönum:
Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir
Hægri bakvörður: Guðný Björk Óðinsdóttir
Miðverðir: Elísa Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði.
Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir
Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir
Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Sóknartengiliður: Harpa Þorsteinsdóttir
Framherji: Fanndís Friðriksdóttir
