Treyjunúmer Péturs og Shaq tekið úr umferð hjá Lakers Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2012 00:44 Shaq og Kobe Bryant mynduðu svakalegt teymi hjá Lakers þrátt fyrir að vera sjaldnast skoðanabræður. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987. NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987.
NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15
NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00