Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir Gísli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun