Teitur Þórðarson: Eigum hörku knattspyrnumenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2011 10:00 „Ég er búinn að vera hér í fjögur ár og hefur gengið mjög vel. Þetta hefur verið afar ánægjulegur tími.“ Teitur náði góðum árangri með Vancouver Whitecaps vestanhafs og tók mikinn þátt í uppbyggingu félagsins, sem nú leikur sitt fyrsta tímabil í MLS-deildinni. NordicPhotos/Getty images Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu. „Það er engin spurning. Það er pottþétt að ef sú aðstaða kæmi upp að mér yrði boðin sú staða þá myndi ég kíkja á það. Starfið er mjög áhugavert,“ segir Teitur. Sýna þarf breytingum þolinmæðiHann hefur fylgst með íslenska boltanum eins og hægt er í Kanada, þar sem hann hefur starfað undanfarin fjögur ár. Óhætt er að segja að íslenska landsliðinu hafi gengið brösuglega undanfarin misseri en Teitur segir erfitt að dæma um hvað valdi því. „Ég veit að það hefur verið töluverð breyting í gangi, mikið af ungum og efnilegum leikmönnum að koma inn. Það gerir starfið gríðarlega áhugavert því þá er hægt að forma það svolítið. Þetta hefur greinilega ekki verið auðvelt, enda verður fólk að sýna svona breytingum þolinmæði. En það er engin spurning að við eigum hörkuknattspyrnumenn, leikmenn sem hægt yrði að ná góðum árangri með.“ Teitur hefur lengst af ferilsins starfað erlendis, fyrst sem atvinnumaður í knattspyrnu og nú sem þjálfari í tæpan aldarfjórðung. Hann segir íslenska þjóðarstoltið ekki minnka þrátt fyrir langa fjarveru frá heimahögunum. „Nei, það gerir það ekki. Allavega ekki hjá mér. Það hverfur ekki. Ísland er alltaf heima, landið okkar. Það minnkar ekki.“ Fá æfingaleiki við sterkari þjóðirÍslenska landsliðið á eftir að spila þrjá leiki í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins 2012. Undirritaður er á þeirri skoðun að ganga eigi frá ráðningu nýs þjálfara sem fyrst svo nýr þjálfari geti nýtt þá leiki sem eftir eru í riðlinum sem undirbúning fyrir næstu undankeppni. „Það má alveg líta á það þannig. Liðið hefur ekki það mikla möguleika á að undirbúa sig og þá eru svona leikir það besta sem er í boði. Þegar ég var með eistneska landsliðið gerðum við eins mikið af því og við gátum að fá æfingaleiki við betri þjóðir til þess að undirbúa okkur. Það hefur kannski ekki verið svo mikill möguleiki á því heima á Íslandi. Þar af leiðandi yrði möguleiki fyrir þann sem tæki við að byrja að prófa leikmenn í svona leikjum þegar það er enginn möguleiki á að komast áfram,“ segir Teitur. Fyrri landsliðsþjálfarar hafa haft ólíkar skoðanir á því hvernig knattspyrnu íslenska landsliðið eigi að spila. Teitur hefur sína skoðun á því. „Það er engin spurning að liðið verður að vera vel skipulagt varnarlega. En það verður einnig að vera leið til þess að sækja. Þá millileið getur verið erfitt að finna. En með þessa leikmenn sem standa til boða held ég að það hljóti að vera hægt.“ Starfið þarf að bjóðast tímanlegaTeitur segist hafa tekið sér gott frí í sumar, en það hafi hann ekki gert í þrjátíu ár. Hann hafi virkilega notið þess að verja auknum tíma með fjölskyldunni. Hann sé hins vegar endurnærður eftir sumarið og þreifingar hafi verið í gangi um næsta starfsvettvang þótt ekkert sé ákveðið ennþá. „Þetta er eins og í öll þau skipti sem ég hef lokið tímabili hjá félögum. Þá líða nokkrir mánuðir og svo fer allt á fulla ferð. Þá detta yfirleitt inn einhverjir möguleikar,“ segir Teitur, sem segir að standi til að bjóða honum starf landsliðsþjálfara þurfi það að koma upp tímanlega því félög séu þegar farin að setja sig í samband við hann. Engan bilbug er að finna á Teiti, sem er orðinn 59 ára gamall. Skagamaðurinn, sem skoraði mörkin fyrir ÍA áður en hann lék sem atvinnumaður undir stjórn Arsene Wenger og Gerard Houllier, segir áhuga sinn á faginu ekki fara minnkandi. Þvert á móti. „Eins og ég hef alltaf sagt: meðan ég hef áhuga á að standa í þessu og hef gaman af því þá geri ég það. Þetta er það sem maður hefur alltaf haft mestan áhuga á. Að hafa fengið að vinna í öll þessi ár við áhugamálið er náttúrulega frábært.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu. „Það er engin spurning. Það er pottþétt að ef sú aðstaða kæmi upp að mér yrði boðin sú staða þá myndi ég kíkja á það. Starfið er mjög áhugavert,“ segir Teitur. Sýna þarf breytingum þolinmæðiHann hefur fylgst með íslenska boltanum eins og hægt er í Kanada, þar sem hann hefur starfað undanfarin fjögur ár. Óhætt er að segja að íslenska landsliðinu hafi gengið brösuglega undanfarin misseri en Teitur segir erfitt að dæma um hvað valdi því. „Ég veit að það hefur verið töluverð breyting í gangi, mikið af ungum og efnilegum leikmönnum að koma inn. Það gerir starfið gríðarlega áhugavert því þá er hægt að forma það svolítið. Þetta hefur greinilega ekki verið auðvelt, enda verður fólk að sýna svona breytingum þolinmæði. En það er engin spurning að við eigum hörkuknattspyrnumenn, leikmenn sem hægt yrði að ná góðum árangri með.“ Teitur hefur lengst af ferilsins starfað erlendis, fyrst sem atvinnumaður í knattspyrnu og nú sem þjálfari í tæpan aldarfjórðung. Hann segir íslenska þjóðarstoltið ekki minnka þrátt fyrir langa fjarveru frá heimahögunum. „Nei, það gerir það ekki. Allavega ekki hjá mér. Það hverfur ekki. Ísland er alltaf heima, landið okkar. Það minnkar ekki.“ Fá æfingaleiki við sterkari þjóðirÍslenska landsliðið á eftir að spila þrjá leiki í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins 2012. Undirritaður er á þeirri skoðun að ganga eigi frá ráðningu nýs þjálfara sem fyrst svo nýr þjálfari geti nýtt þá leiki sem eftir eru í riðlinum sem undirbúning fyrir næstu undankeppni. „Það má alveg líta á það þannig. Liðið hefur ekki það mikla möguleika á að undirbúa sig og þá eru svona leikir það besta sem er í boði. Þegar ég var með eistneska landsliðið gerðum við eins mikið af því og við gátum að fá æfingaleiki við betri þjóðir til þess að undirbúa okkur. Það hefur kannski ekki verið svo mikill möguleiki á því heima á Íslandi. Þar af leiðandi yrði möguleiki fyrir þann sem tæki við að byrja að prófa leikmenn í svona leikjum þegar það er enginn möguleiki á að komast áfram,“ segir Teitur. Fyrri landsliðsþjálfarar hafa haft ólíkar skoðanir á því hvernig knattspyrnu íslenska landsliðið eigi að spila. Teitur hefur sína skoðun á því. „Það er engin spurning að liðið verður að vera vel skipulagt varnarlega. En það verður einnig að vera leið til þess að sækja. Þá millileið getur verið erfitt að finna. En með þessa leikmenn sem standa til boða held ég að það hljóti að vera hægt.“ Starfið þarf að bjóðast tímanlegaTeitur segist hafa tekið sér gott frí í sumar, en það hafi hann ekki gert í þrjátíu ár. Hann hafi virkilega notið þess að verja auknum tíma með fjölskyldunni. Hann sé hins vegar endurnærður eftir sumarið og þreifingar hafi verið í gangi um næsta starfsvettvang þótt ekkert sé ákveðið ennþá. „Þetta er eins og í öll þau skipti sem ég hef lokið tímabili hjá félögum. Þá líða nokkrir mánuðir og svo fer allt á fulla ferð. Þá detta yfirleitt inn einhverjir möguleikar,“ segir Teitur, sem segir að standi til að bjóða honum starf landsliðsþjálfara þurfi það að koma upp tímanlega því félög séu þegar farin að setja sig í samband við hann. Engan bilbug er að finna á Teiti, sem er orðinn 59 ára gamall. Skagamaðurinn, sem skoraði mörkin fyrir ÍA áður en hann lék sem atvinnumaður undir stjórn Arsene Wenger og Gerard Houllier, segir áhuga sinn á faginu ekki fara minnkandi. Þvert á móti. „Eins og ég hef alltaf sagt: meðan ég hef áhuga á að standa í þessu og hef gaman af því þá geri ég það. Þetta er það sem maður hefur alltaf haft mestan áhuga á. Að hafa fengið að vinna í öll þessi ár við áhugamálið er náttúrulega frábært.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira