Ruglingsleg umræða Kristján Jóhannsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB!
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun