Rangfærslur um mannréttindi leiðréttar Bjarni Jónsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar