Ég hef ekki efni á því að vinna með gleði í hjarta! Helga C Reynisdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar