Chicago Bulls vann góðan þriggja stiga sigur á Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Bulls batt þar með endi á sjö leikja sigurhrinu Miami.
LeBron James gat ekki spilað með Miami vegna ökklameiðsla.
Dwyane Wade var bestur hjá Miami en tvær þriggja stiga körfur frá honum með stuttu millibili kom Miami í 96-95 þegar skammt var eftir.
Einn Kyle Korver skoraði þá glæsilega þriggja stiga körfu fyrir Bulls og kom liðinu í 99-96. Áður hafði liðið nýtt vítaskot.
Wade fékk tækifæri til að jafna en var aðþrengur og skot hans fór langt framhjá körfunni.
Derrick Rose var magnaður í liði Bulls í nótt. Hann átti frábæran leik, skoraði 34 stig og var lang stigahæstur, tók fjögur fráköst og sendi átta stoðsendingar.
Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir tólf stig, en sá síðarnefndi var einnig frákastahæstur með tíu fráköst.
Hjá Miami var Wade stigahæstur með 33 stig en fjarvera James hafði augljóslega áhrif.
Önnur úrslit í nótt:
Houston Rockets 112-106 Atlanta Hawks
Minnesota Timberwolves 99-108 Orlando Magic
Toronto Raptors 95-98 Washington Wizards
Portland Trailblazers 96-89 New Jersey Nets
Charlotte Bobcats 81-88 New Orleans Hornets
Detroit Pistons 110-106 Sacramento Kings
Memphis Grizzlies 89-70 Dallas Mavericks
Denver Nuggets 127-99 Cleveland Cavaliers
Þór Þorl.
ÍR