NBA: Ótrúlegur endasprettur Chicago í sigri á Lakers - létt hjá Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2011 11:00 Derrick Rose fer hér framhjá Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Það er búist við miklu af Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og þau unnu öll sína leiki þegar deildin fór af stað í nótt. Chicago Bulls þurfti reyndar magnaðan endasprett til að vinna Kobe Bryant og félaga í Staples Center. Derrick Rose skoraði 22 stig og sigurkörfuna 4,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-87 útisigur á Los Angeles Lakers. Besti maður liðsins var þó Luol Deng sem skoraði 9 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum og spilaði frábæra vörn á Bryant. Chicago var í ágætum málum í fyrri hálfleik og með sjö stiga forskot í hálfleik, 56-49. Baráttuglatt Lakers-liðið tók hinsvegar öll völd í seinni hálfleik og var 82-71 yfir þegar aðeins 3 mínútur og 44 sekúndur voru eftir. Chicago lokaði þá vörninni, vann lokakaflann 17-5 og tryggði sér ótrúlegan sigur. Lakers-menn hjálpuðu sér ekki mikið með því að klikka á hverju vítinu á fætur öðrum á lokasprettinum. Kobe Bryant kom Lakers í 87-81 þegar 54 sekúndur voru eftir af leiknum en klúðraði síðan síðustu tveimur sóknunum. Fyrst lét hann Luol Deng stela af sér boltanum og svo varði Deng frá honum lokaskotið. Bryant skoraði 28 stig en tapaði 8 boltum. Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 97-89 sigur á Orlando Magic. Durant hefur verið stigakóngur undanfarin tvö tímabil og er líklegur til að taka þann þriðja. Hann hitti úr 11 af 19 skotum sínum og bætti við 6 stoðsendingum og 5 fráköstum. James Harden var með 19 stig fyrir Thunder sem hélt Dwight Howard í aðeins 11 stigum. Ryan Anderson skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jameer Nelson var með 18 stig. Chris Paul var með 20 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann auðveldan 105-86 sigur á Golden State Warriors. Blake Griffin var með 22 stig og Chauncey Billups skoraði 21 stig. Golden State lék sinn fyrsta leik undir stjórn Mark Jackson en þar var David Lee atkvæðamestur með 21 stig og 12 fráköst en Monta Ellis bætti við 15 stigum og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks-Boston Celtics 106-104 Dallas Mavericks-Miami Heat 94-105 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 87-88 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 97-89 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 86-105 NBA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjá meira
Það er búist við miklu af Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og þau unnu öll sína leiki þegar deildin fór af stað í nótt. Chicago Bulls þurfti reyndar magnaðan endasprett til að vinna Kobe Bryant og félaga í Staples Center. Derrick Rose skoraði 22 stig og sigurkörfuna 4,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-87 útisigur á Los Angeles Lakers. Besti maður liðsins var þó Luol Deng sem skoraði 9 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum og spilaði frábæra vörn á Bryant. Chicago var í ágætum málum í fyrri hálfleik og með sjö stiga forskot í hálfleik, 56-49. Baráttuglatt Lakers-liðið tók hinsvegar öll völd í seinni hálfleik og var 82-71 yfir þegar aðeins 3 mínútur og 44 sekúndur voru eftir. Chicago lokaði þá vörninni, vann lokakaflann 17-5 og tryggði sér ótrúlegan sigur. Lakers-menn hjálpuðu sér ekki mikið með því að klikka á hverju vítinu á fætur öðrum á lokasprettinum. Kobe Bryant kom Lakers í 87-81 þegar 54 sekúndur voru eftir af leiknum en klúðraði síðan síðustu tveimur sóknunum. Fyrst lét hann Luol Deng stela af sér boltanum og svo varði Deng frá honum lokaskotið. Bryant skoraði 28 stig en tapaði 8 boltum. Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 97-89 sigur á Orlando Magic. Durant hefur verið stigakóngur undanfarin tvö tímabil og er líklegur til að taka þann þriðja. Hann hitti úr 11 af 19 skotum sínum og bætti við 6 stoðsendingum og 5 fráköstum. James Harden var með 19 stig fyrir Thunder sem hélt Dwight Howard í aðeins 11 stigum. Ryan Anderson skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jameer Nelson var með 18 stig. Chris Paul var með 20 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann auðveldan 105-86 sigur á Golden State Warriors. Blake Griffin var með 22 stig og Chauncey Billups skoraði 21 stig. Golden State lék sinn fyrsta leik undir stjórn Mark Jackson en þar var David Lee atkvæðamestur með 21 stig og 12 fráköst en Monta Ellis bætti við 15 stigum og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks-Boston Celtics 106-104 Dallas Mavericks-Miami Heat 94-105 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 87-88 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 97-89 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 86-105
NBA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjá meira