Næstu daga má búast við miklum breytingum á leikmannahópum hjá liðinum í NBA-deildinni og mörg félagsskipti eiga eftir að ganga í gegn.
Um helgina fór Tyson Chandler til New York Knicks frá Dallas Mavericks, en hann varð NBA-meistari á síðasta tímabili með Mavericks.
Chandler gerði fjögurra ára samning við Knicks sem gefur honum 56 milljónir dollara í vasann á þeim tíma. Félagsskipti eru oftar enn ekki virkilega flókin í NBA deildinni og alls komu þrjú lið að þessum skiptum. Chandler er frábær varnarmaður og hann ætlar sér að breyta ákveðnum áherslum hjá New York Knicks á því sviði.
„Ég ætla sjá til þess að allir leikmenn í liðinu skili ákveðnu varnarhlutverki," sagði Chandler á blaðamannafundi í gær.
„Þegar svona tækifæri kom þá gat ég ekki annað gert en að ganga til liðs við Knicks. Þetta er ungt lið sem á aðeins eftir að verða betra næstu árin. Markmið mitt er að vinna meistaratitilinn með liðinu".
