NBA-deildin hefur nú gefið formlega út dagskrá sína á jóladag en þá hefst nýtt keppnistímabilí deildinni eftir 55 daga töf vegna deilu eigenda og leikmanna. Allt leikjaplanið verið síðan gefið út á þriðjudaginn kemur.
Það verða lið Boston Celtics og New York Knicks sem hefja tímabilið í Madison Square Garden klukkan tólf á hádegi af bandarískum tíma sem þýðir klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni á síðasta tímabili.
Miami Heat heimsækir síðan NBA-meistara Dallas Mavericks í næsta leik sem hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Dallas menn munu væntanlega hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn í viðurvist liðsins sem þeir unnu í lokaúrslitunum í júní.
Chicago Bulls og Los Angeles Lakers mæstast síðan klukkan níu að íslenskum tíma og síðustu tveir leikir dagsins eru síðan á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic annarsvegar og Golden State Warriors og Los Angeles Clippers hinsvegar.
NBA-Körfuboltaáhugamenn hafa verið sveltir í margar vikur en geta nú horft á fimm leiki í röð á meðan þeir gæða sér á jólamatnum.
