KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að vinna 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag. KR-ingar eru þar með komnir í bikarúrslitaleikinn í þriðja sinn á síðustu fjórum tímabilum en þetta verður sextándi bikarúrslitaleikur A-liðs KR frá upphafi.
Staðan var jöfn, 1-1, þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en KR-ingar skoruðu þá tvö mörk með þriggja mínútna millibili og innsigluðu síðan 4-1 sigur með fjórða markinu í uppbótartíma.
Rósa Jóhannsdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Ísafirði í dag og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
