

"Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi hitta boltann vel og skora. Þess vegna tók ég þessa aukaspyrnu. Ég var alveg viss um að hitta á markið og það er frábært að skora sigurmark með þessum hætti. Mér var alveg sama þótt Gary (Martin) væri að öskra á mig en hann vildi að sjálfsögðu taka þetta sjálfur,“ sagði Englendingurinn Mark Doninger leikmaður ÍA eftir að hann tryggði liðinu 2-1 sigur með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu gegn liði Selfoss í kvöld á Akranesvelli.
„Við erum ekki komnir upp en þetta lítur óskaplega vel út,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir 2-1 sigur liðsins gegn liði Selfoss í toppslagnum í 1. deild karla í fótbolta í kvöld. Skagamenn voru einum færri í 80 mínútur þar sem fyrirliðinn Heimir Einarsson fékk rautt spjald á 13. mínútu.