KA-menn unnu mikilvægan 2-1 sigur á botnliði HK í 1. deild karla í fótbolta í kvöld en með þessum sigri náðu KA-menn fjögurra stiga forskot á Leikni í síðasta örugga sæti deildarinnar.
HK hefur enn ekki unnið leik í 1. deildinni í sumar en liðið er nú eitt á botninum með fimm stig, níu stigum frá öruggu sæti. Útlitið er því orðið ansi dökkt í Fagralundi og þjálfaraskiptin hafa ekki borið mikinn árangur.
Eyþór Helgi Birgisson kom HK yfir snemma leiks en Davíð Rúnar Bjarnason jafnaði leikinn fyrir KA áður en varamaðurinn Daniel Howell skoraði sigurmarkið.
Upplýsingar um markaskorarar eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net
