Þorlákur Árnason hefur valið átján manna hóp sinn fyrir úrslitakeppni EM U17 ára landsliða kvenna sem fram fer í Sviss í lok júlí. Liðið varð í 5. sæti á Norðurlandamótinu sem lauk um helgina.
Ísland mætir Spánverjum í undanúrslitum fimmtudaginn 28. júlí en Spánverjar eiga titil að verja. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Þjóðverjar og Frakkar.
Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 31. júlí og verður í beinni útsendingu á Eurosport.
Valur á þrjá fulltrúa í liðinu en ÍBV og Stjarnan tvo. Reynslumesti leikmaður liðsins er Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi sem á að baki 17 leiki með U17 landsliðinu.
Tveir nýliðar eru í hópnum. Þær Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir úr Grindavík og Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir úr Víkingi Reykjavík.
Hópurinn
Lára Kristín Pedersen Afturelding
Aldís Kara Lúðvíksdóttir FH
Eva Núra Abrahamsdóttir Fylkir
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir Grindavík
Glódís Perla Viggósdóttir HK
Sigríður Lára Garðarsdóttir ÍBV
Svava Tara Ólafsdóttir ÍBV
Arna Lind Kristinsdóttir Keflavík
Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss
Guðrún Arnardóttir Selfoss
Telma Þrastardóttir Stabæk
Anna María Baldursdóttir Stjarnan
Írunn Þorbjörg Aradóttir Stjarnan
Elín Metta Jensen Valur
Hildur Antonsdóttir Valur
Ingunn Haraldsdóttir Valur
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir Víkingur R.
Sandra María Jessen Þór

