Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur hefur verið áminntur af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla hans að loknum leik Vestfirðinga gegn Þrótti Reykjavík þann 26. júní síðastliðinn. Knattspyrnudeild BÍ/Bolungarvíkur var sektuð um 25 þúsund krónur vegna ummælanna.
Guðjón var afar ósáttur við gult spjald sem Tomi Ameobi framherji BÍ/Bolungarvíkur hlaut í leiknum sem lauk með jafntefli, 2-2.
Guðjón velti því fyrir sér í viðtali við Stöð 2 hvort litarháttur Tomi Ameobi, framherja BÍ/Bolungarvíkur, væri þess valdandi að dómarar hefðu gefið honum fjögur gul spjöld á tímabilinu. Leikmenn sem fá fjögur gul spjöld þurfa að taka út eins leiks bann.
Guðjón Þórðarson áminntur - BÍ/Bolungarvík fær sekt
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti




Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn