Meistaraleikur Steina Gísla um næstu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2011 15:30 Sigursteinn Gíslason Mynd/Arnþór Vinir og félagar Sigursteins Gíslasonar hafa blásið til "Meistaraleiks Steina Gísla" á Akranesvelli á laugardaginn kemur en þetta er ágóðaleikur fyrir Sigurstein sem stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Sigursteinn, eða Steini Gísla eins og fótboltaheimurinn þekkir hann, greindist á dögunum með krabbamein í nýrum og lungum og framundan er mikil barátta við erfiðan andstæðing. Allur ágóði af þessum leik renna til Sigursteins og fjölskyldu. Gamlir samherjar Steina í KR og ÍA mun þarna leiða saman hesta sína og rifja upp gamla takta á vellinum en Sigursteinn varð níu sinnum Íslandsmeistari með ÍA og KR. Hann vann titilinn fimm ár í röð með ÍA, 1992-1996, og vann hann síðan fjórum sinnum með KR, 1999-2000 og 2002-2003. Fréttatilkynning félaga og vina SigursteinsEinn sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu, Sigursteinn Gíslason, stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Sigursteinn, eða Steini Gísla eins og fótboltaheimurinn þekkir hann, greindist á dögunum með krabbamein í nýrum og lungum og framundan er mikil barátta við erfiðan andstæðing. Við félagar og vinir Steina Gísla erum þess fullvissir að hann muni hafa betur í þessari baráttu. En til að létta undir með honum og fjölskyldu hans höfum við erkifjendurnir í KR og ÍA ákveðið að halda Meistaraleik Steina Gísla og mun allur ágóði af leiknum renna til þeirra. Leikurinn fer fram á Akranesvelli á laugardaginn kemur. Þar munu gamlir samherjar Steina í KR og ÍA leiða saman hesta sína og rifja upp gamla takta á vellinum. Leikurinn hefst klukkan 17:15. Þar sem ferill Steina spannar nánast tvo áratugi þá eru margir af samherjunum komnir af léttasta skeiði. Því mun leikurinn verða í styttra lagi - 2x30mín. Fullorðnir greiða 1000 kr. fyrir miðann, en frítt verður fyrir börn. Aðgöngumiðinn er jafnframt happdrættismiði. Hverjum áhorfanda er frjálst að kaupa fleiri en einn miða, bæði til að auka vinningslíkur sínar og að sjálfsögðu til að styrkja gott málefni. Vinningarnir eru frá Úrval Útsýn, Ellingsen, Veitingahúsinu Perlunni og Skjá Golfi. Einnig verður boðið uppá grillaða hamborgara og kók „ala Steini Gísla". Allur ágóðinn af sölunni mun renna í söfnunina. Allir á völlinn og styðjum við bakið á sigurvegaranum Steina Gísla!Tekið er á móti frjálsum framlögum Reiknisnúmer: 0330-26-2569 Kennitala: 250668-5549 Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Vinir og félagar Sigursteins Gíslasonar hafa blásið til "Meistaraleiks Steina Gísla" á Akranesvelli á laugardaginn kemur en þetta er ágóðaleikur fyrir Sigurstein sem stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Sigursteinn, eða Steini Gísla eins og fótboltaheimurinn þekkir hann, greindist á dögunum með krabbamein í nýrum og lungum og framundan er mikil barátta við erfiðan andstæðing. Allur ágóði af þessum leik renna til Sigursteins og fjölskyldu. Gamlir samherjar Steina í KR og ÍA mun þarna leiða saman hesta sína og rifja upp gamla takta á vellinum en Sigursteinn varð níu sinnum Íslandsmeistari með ÍA og KR. Hann vann titilinn fimm ár í röð með ÍA, 1992-1996, og vann hann síðan fjórum sinnum með KR, 1999-2000 og 2002-2003. Fréttatilkynning félaga og vina SigursteinsEinn sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu, Sigursteinn Gíslason, stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Sigursteinn, eða Steini Gísla eins og fótboltaheimurinn þekkir hann, greindist á dögunum með krabbamein í nýrum og lungum og framundan er mikil barátta við erfiðan andstæðing. Við félagar og vinir Steina Gísla erum þess fullvissir að hann muni hafa betur í þessari baráttu. En til að létta undir með honum og fjölskyldu hans höfum við erkifjendurnir í KR og ÍA ákveðið að halda Meistaraleik Steina Gísla og mun allur ágóði af leiknum renna til þeirra. Leikurinn fer fram á Akranesvelli á laugardaginn kemur. Þar munu gamlir samherjar Steina í KR og ÍA leiða saman hesta sína og rifja upp gamla takta á vellinum. Leikurinn hefst klukkan 17:15. Þar sem ferill Steina spannar nánast tvo áratugi þá eru margir af samherjunum komnir af léttasta skeiði. Því mun leikurinn verða í styttra lagi - 2x30mín. Fullorðnir greiða 1000 kr. fyrir miðann, en frítt verður fyrir börn. Aðgöngumiðinn er jafnframt happdrættismiði. Hverjum áhorfanda er frjálst að kaupa fleiri en einn miða, bæði til að auka vinningslíkur sínar og að sjálfsögðu til að styrkja gott málefni. Vinningarnir eru frá Úrval Útsýn, Ellingsen, Veitingahúsinu Perlunni og Skjá Golfi. Einnig verður boðið uppá grillaða hamborgara og kók „ala Steini Gísla". Allur ágóðinn af sölunni mun renna í söfnunina. Allir á völlinn og styðjum við bakið á sigurvegaranum Steina Gísla!Tekið er á móti frjálsum framlögum Reiknisnúmer: 0330-26-2569 Kennitala: 250668-5549
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira