Jameer Nelson fór mikinn og skoraði 14 stig í fjórða leikhluta er Orlando Magic lagði NY Knicks í nótt. Leikurinn var ekki sá hraðasti enda voru tekin 97 vítaskot í leiknum.
Nelson skoraði 11 stig í röð er Magic seig fram úr í leiknum. Amare´e Stoudemire og Chauncey Billups skoruðu báðir 30 stig fyrir Knicks og Dwight Howard gerði slíkt hið sama fyrir Magic.
San Antonio tapaði óvænt fyrir Memphis en sigur Memphis var afar sannfærandi. Þetta var fimmti heimasigur liðsins í röð.
LA Lakers vann síðan sinn fimmta sigur i röð gegn Minnesota þar sem Lakers hélt Úlfunum í aðeins 79 stigum. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers sem hitti aðeins úr 37,5 prósent skota sinna.
Úrslit:
Indiana-Golden State 109-100
Orlando-NY Knicks 116-110
Philadelphia-Dallas 93-101
Toronto-New Orleans 96-90
Memphis-San Antonio 109-93
Milwaukee-Detroit 92-90
Minnesota-LA Lakers 79-90
Portland-Houston 87-103
NBA: Magic lagði Knicks og óvænt tap hjá Spurs
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
